7.1.2008 | 15:07
Friður á jörð
Það er komið að endalokum heimsóknar foreldra minna og fljúga þau út á morgun um kl 15.
Það verður hálftómlegt hérna án þeirra og verður þeirra sárt saknað. Þetta er búið að vera mjög gaman, sérstaklega fyrir Sebastian sem hefur notið þess að láta kenna sér ýmsa nýja hluti eins og hið klassíska hæ fæf, klappar hann og klappar hann, og hver man ekki eftir gullmolanum hvað ertu stór. Hann hefur tekið miklum framförum á þessari viku og hefur nú ýmis brögð í pokahorninu til að bræða hjörtu viðstaddra.
Pabbi hefur verið með barítón rödd allan tíman þar sem hann kom með hálfgert semi-kvef með sér hingað út. Samt aldrei háð honum neitt og fór hann meðal annars í golf með syni sínum á blíðviðris degi.
Mamma er búin að vera lasin núna síðari hlutann og liggur nú uppí rúmi með sudoku bók og reynir að láta það líða úr sér fyrir flugið á morgun.
Þessir íslendingar....díses....allir meira og minna hálfkvefaðir.....[skrifar Sigursteinn og snýtir sér rösklega í vasaklútinn og gjóar augunum að íslenska fánanum sem blaktir útá svölum]
Talandi um þennan fána. Við ákváðum að taka hann með okkur þar sem Pétur hafði yfirgefið hann hér forðum daga eftir landsleik og bjór í Álfheimum. Við veittum honum húsaskjól og sómar hann sér núna vel útá svölum og blaktir stöku sinnum til að minna á sig.
María og Bassi (eins og afi hans kallar hann) liggja nú uppí sófa og sofa sínu ljúfu síestu, mamma uppí rúmi með su-doku og pabbi útá svölum í sólbaði með su-doku.
Stundum er gott að vera til.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og gleðilegt ár.
Já stundum er gott að vera til Það er greinilega búið að vera gaman hjá ykkur. Hvernig gengur golfið ? Nú þarf ég að fara að draga fram rykugar kylfurnar mínar og taka þetta föstum tökum fyrir sumarið, komið nóg að hvíldinni.
Hilsen Kári
Kári Tryggvason, 7.1.2008 kl. 15:57
Þetta er að fara af stað. official start dagur er 9 janúar. þá verður þetta með heilum hug. Ert þú ekki alltaf í golfferðum hvernig er þetta.....ertu ekki í góðri leikæfingu?
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 7.1.2008 kl. 16:33
Hæ elsku fjölskyldan mín, já mömmu og pabba hefur verið saknað skal ég segja ykkur, gott að fá þau heim aftur,
og ég get nú bara varla beðið eftir því að koma til ykkar.
Nú það nýjasta hérna er að eins og þið vissuð er Albert að fara til eyja í mars, ég fékk svo leyfi í dag frá mínum yfirmanni að fara einnig til eyja :) en ég fer sennilega ekki fyrr en í maí, og verð þá sennilega að vinna, vinnuna mína í eyjum ;) draumur í dós, jæja er að elda fiskibollur, ætla að koma þessu á borð.
Saknaðar kveðja Kata syst.
Kata og Albert (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:41
Nei, bara ein ferð í apríl ´07. Vonandi önnur í apríl í ár. Ég sé að þú ert að setja inn ímilsegt um íþróttir og settir inn að hópurinn sem fer til Noregs er klár. Þekkirðu nafn á listanum, skoðaðu nú. Kv. kári
Kári Tryggvason, 7.1.2008 kl. 22:11
Hehe,,,,til hamingju með soninn. Get ímyndað mér að pabbinn sé frekar stoltur af stráknum sínum. Vonandi stimplar hann sig vel inn í liðið.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.1.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.