Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknin

Jæja þá eru gömlu hjónin búin að vera hjá okkur í nokkra daga. Allt hefur gengið vel, við höfum farið í skoðunarferðir um hverfið, farið í miramar, corte inglés og í golf. Reyndar rigndi svo mikið þann þriðja að vellinum var lokað og ég og pabbi vorum frekar fegnir að sleppa við þann hring. Í morgun fórum ég og mamma hring í stilltu veðri en soldið köldu, okkur gékk ágætlega, ég fór á +5.

Á morgun förum við til Málaga að skoða festivalið sem verður í miðbænum þar sem vitringarnir koma í bæinn með gjafirnar til barnanna. Það er soldil serimonia í kringum það og við ætlum að reyna að upplifa smá öðruvísi jólastemmingu.

Þann 6. verður svo farið í golf aftur og að borða fínt hjá Los Antonios þar sem þetta er aðaldagurinn, sem þessar ofangreindu gjafir eru teknar upp. Svo á Antonio junior líka afmæli.

fyrstu dagana var ekkert spes veður en núna er útlitið mjög gott framundan.

Við erum loksins komin með þráðlaust net og allt loksins orðið eins og við vildum í upphafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband