24.12.2007 | 23:00
Búmm
Fór í gær að horfa á barca-real leikinn. fullt af enskum og írskum börum hérna í Cala de mijas þannig að ég smeygði mér inná einn írskann. Settist niður og tók fljótt eftir því að það var yfirgefinn bakpoki við borðið. Ég leit í kringum mig og sá þar tvo bræður(afríska) glottandi í áttina til mín. Ég spurði þá hvort bakpokinn væri á þeirra vegum og þeir svöruðu á bjagaðri spænsku sem ég varla skildi að svo væri raunin. En svo bætti annar þeirra við að ég hefði ekkert að óttast, það væri ekkert búmm búmm í pokanum
Ég var ekkert að pæla í slíku þegar ég sá þennan bakpoka einn og yfirgefin þarna við borðið, en eftir að annar bróðirinn sagði þetta sat ég í svitabaði og taldi nánast niður sekúndurnar sem ég átti eftir ólifað. Ég var ekki lengi að gúlpa í mig appelsínusafann sem var nýkominn á borðið til mín og kvaddi viðstadda eins og myndi aldrei sjá þá aftur.
Ég fór inn á annan bar og horfði á barca tapa annars leiðinlegum og bragðdaufum leik. Þarna fóru 90 mínútur sem ég fæ aldrei aftur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hola! var ad fá slódina ykkar, mun fylgjast vel med í framtídinni..
Kissikiss
Sigrún Eva
Sigrun Eva Runarsdottir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.