Leita í fréttum mbl.is

Jólin eru komin

Við vorum rétt nývöknuð og enn í náttfötunum þegar bankað var á dyrnar hjá okkur. Ég kíkti út um pípgatið og sá þar óeinkennisklæddan mann með pakka undir hönd. Þá færðist bros á andlit stráksa því þar var hann viss um að jólapakkinn frá fróni væri kominn í leitirnar. Svo reyndist vera og hófst nú gleði mikil sem fólst í því að skella jólalögunum í tölvunni í botn með Helgu möller og bó í aðalhlutverkum og rífa kassann í sundur.

Þarna voru nokkrir pakkar sem verða teknir upp þann 24. (flestir þó merktir Sebastian, sem ég skil ekki því ég er jú enn aðalbarnið í fjölskyldunni) Þarna var líka stærðarinnar svínahamborgarahryggur, bacon og súrkál sem matreytt verður þegar mamma og pabbi koma í heimsókn þann 1.janúar. Markverðast fannst mér nú pokinn sem fullur var af íslensku nammi, rís, draumur og allskonar súkkulaði. Ég hef ekkert samviskubit yfir því að tæta það í mig því ég fór jú út að hlaupa þarna um daginn Devil 

Rúsínan í pulsuendanum var samt íslenska golfblaðið sem ég ligg nú yfir.

ehem nei, það sem ég ætlaði auðvitað að segja var að aðalmálið var náttúrulega fallegasta bútateppi sem litið hefur dagsins ljós. Mamma lá vikum saman og saumaði teppið fyrir Sebastian og sendi okkur nú fullgert. Vonandi verður það vettvangur Sebastians til að læra að skríða og labba. Sjáum til.

TAKK FYRIR PAKKANN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Það er ekki nóg að hlaupa einu sinni. Ég hljóp á þriðjudaginn var og fimmtudaginn og svo í gær. Lyfi þess á milli  Koma Siggi, taka á þessu.

Kári Tryggvason, 7.1.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband