Leita í fréttum mbl.is

Haus Rass

í gær fórum við á löggustöðina til að fá kennitölu fyrir mig og Sebastian og endurnýja hennar Maríu. SÆLL.....við þurftum að fara í röð til að tala við kall sem hefur það hlutverk að segja fólki að koma aftur eftir ca 10 daga (við fengum 28.des) til að fara í aðra röð til að fá númer. Svo verða númerin afgreidd í réttri röð og okkar mál fær afgreiðslu. Hver þorir að veðja að okkur vanti einhver gögn þegar loksins kemur að okkur og allt ferlið byrjar uppá nýtt.

Svo fórum við í Ford umboðið og völdum okkur eitt stykki Focus 1.8 2006 115 hö dísel ekinn 15þ grár. Til að halda uppá það fórum við í verslunarmiðstöðina Miramar að chilla og kaupa matvörur. Það var nokkuð mikið af fólki eins og venjulega og hljóð barst ekkert sérlega vel. Það var á þeim tímapunkti sem María stakk uppá því að kíkja í HAUS RASS. hmmmm....ég hugsaði það í ca 5 sekúndur en var ekki að ná þessu.

María: viltu kíkja í Haus rass

SIR: Haus  e....what now

María: HAUS RASS (orðin frekar pirruð)

SIR:hvað meinaru, eigum við að fara í haus og rass  Shocking  uuuuu þú fyrst.

Þá rann það upp fyrir mér að á dagskránni var að fara í dótabúð á eftir miramar og þegar ég fattaði það þá brá mörgum spánverjanum inní miramar, því ég gjörsamlega missti mig af hlátri. Hef sjaldan hlegið jafn innilega í verslunarmiðstöð fyrir framan alla.

María átti að sjálfsögðu við hina annars ágætu verslun Toys R Us sem ég skil alveg að geti verið erfitt að bera fram fyrir sæta spánverjann sem er að reyna sitt besta í að tala íslensku fyrir framan strákinn sinn.

 E.s. ég er officíallí orðinn meðlimur í La Cala Resort. www.lacala.com

allt á réttri leið. get ekki beðið eftir að ljúka þessu aðlögunarferli og fara að æfa sistematískt af krafti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha ha ha haus rass þið eru nátturlega alveg frábær.

Til hamingju með bílinn og meðlims kortið

kv. Kata og Albert.

Kata og Albert (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:36

2 identicon

Hmmmm hvað ætli María hafi haft mörg skotfæri á þig ... kallinn minn  en ekki nýtt sér það . Til hamingju að vera komin í klúbbin (golf) og gangi ykkur vel með ríkisstarfsmennina ....

kv

Perla og co 

Perla (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband