Leita í fréttum mbl.is

Dagbók pabbans

Laugardagur:

Seb, DK og ég fórum á rúntinn. Fórum á Bubbletea á laugarveginum og fengum okkur coco/banana og coco/mango. Gríðarlega ljúffengt. Mæli með því þó dýrt sé.

Röltum upp og niður L.veginn á annars köldum degi

Hápunktur: Sáum Díönu Ómel labba framhjá Íslenska reðursafninu?

 

Sunnudagur:

Ég og Seb fórum á fótboltaæfingu sem endranær. Nema hvað að þetta varð að klukkutíma körfuboltaæfingu og svo bíóferð allra krakkana í 7.flokki Breiðabliks. Það var farið á ,,Flóttinn frá jörðu" og mikil stemming ríkti. Vorum því okkur að óvörum heila 4 tíma á æfingu.

Við vorum sammála um að þetta hafi verið skrýtin fótboltaæfing.

Ég og Seb vorum í fóbó á ganginum seinni part dags þegar hann vildi fá dæmda aukaspyrnu (sem var bara rugl) en ég hélt áfram og skoraði. Þá fór minn maður í fýlu og reyndi að breyta reglunum þegar ég vann 5-1 (rúst). Tók það ekki í mál og þá vildi hann fara beint að sofa. Útskúfaði litla bróður sinn úr herberginu og lokaði. Ég svipti hann páskaeggi nr 2 í kjölfarið í refsingarskyni, við lítin fögnuð. Setti hann í skammakrókinn þar sem hann sat í heilar 10 mín. Þá nennti hann ekki lengur að vera í fýlu og fjörið byrjaði á ný. 

En þetta kostaði hann páskaegg nr 2 sem við ætluðum að stelast til að borða fyrir páska. Einnig sú vitneskja að ef hann púllar aftur svona vesen þá verður PS2 tekin úr notkun þann daginn. 

Svona var helgin í hnotskurn

Þvílíkur munur að vera orðinn þriggja barna faðir. Það virðist vera sirka 33.3% meira vesen en að vera bara tveggja barna faðir. Samt.......gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að staðan er 5-3 fyrir mér...;) en það þýðir ekkert að toppa það, ég kem þá bara með 1-2 í viðbót, er í þessum töluðum orðum að leita mér að ríkum karli, sem hefur löngun til að vera heimavinnandi, er góður í að elda og elskar að vakna upp á nóttunni, um leið og hann er fundinn skelli ég í 2 í viðbót..

Knús á allar litlu skonsurnar þínar

Siss

Siss (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ég sagði upphátt ,,oj" þegear ég las síðustu línuna

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.3.2013 kl. 21:35

3 identicon

Hvaaað!!

Þykja þér skonsur vondar??, eða sérð þú e-h út úr þessu sem mér er fyrirmunað af mínum saklausa huga...

Siss (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 21:58

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ein að reyna að klóra í bakkann

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.3.2013 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband