4.7.2012 | 10:58
Bananakallinn
Ég og Sebastian vorum staddir í lyfju í lágmúla um daginn að bíða eftir afgreiðslu lyfseðils.
Er við stóðum þarna þá skyndilega segir restless Sebastian
,,hey pabbi! sjáðu þessa kalla!"
ég lít við og sé þá að við stöndum við hliðiná risa smokkastandi. Fullum af allskonar smokkum og nokkrum með svona bananakalli. Einn kallinn á brimbretti, einn logandi, einn glóandi etc....
ég bara ,,mhm, ég sé"
Lyfja var stútfull af fólki, flestir hóstandi og rest gamalt fólk
uppáhalds crowdið mitt
SEB: ,,HVAÐA BANANAKALL VILT ÞÚ VERA PABBI?"
,,fokk" hugsaði ég ,,nenni ekki að ræða um smokka við 5 ára guttann minn fyrir framan allt þetta fólk"
,,Bara......þessi" sagði ég
SEB: ,,HAHA ÞESSI Á BRIMBRETTINU?"
,,já já, þessi á brimbrettinu"
SEB: ,,EKKI ÞESSI MEÐ ELDINN?"
,,mmmmmm"
SEB: ,,PABBI! EKKI ÞESSI MEÐ ELDINN?"
,,jú jú, þessi með eldinn"
SEB: ,,ÞESSI MEÐ ELDINN ER UPPÁHALDS BANANAKALLINN MINN"
,,mhm, flott"
SEB: ,,PABBI.........HVAÐ ER ÞETTA ALLT?"
,,FOOOOOOOKK!!!!!!!!!!!"
Ég snarlega breytti um umræðuefni og fór beint í sjampó deildina til að fela mig
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.