Leita í fréttum mbl.is

Hringur

Tók hring í mosó

1.Par3. Lélegt kippt til vinstri högg með 54°. Yfir og framhjá gríninu. Bömpaði 8 inná grín. Rétt missti parpútt. Skolli.

2.Par5. Togaður ás til vinstri uppá sextándu. Lagði sexu upp. 54° 2 metra frá og rétt missti fugl. Par

3.Par4. Fullkominn ás beint upp brekkuna og oní glompu. Vippaði pw upp úr sandinum og inná grín á efsta pall. Púttaði niður á neðri pallinn en skildi eftir ömurlegt pútt sem klikkaði. Skolli

4.Par4. Lélegt fimmu högg í hægra röff. Sexa úr leiðinlegri legu sem var fullkomin og lenti 2 cm yfir skurðinum og endaði billjantlí 2 metra frá pinna. Setti fuglinn niður. Fugl

5.Par4. Fullkominn ás. Of stutt innáhögg og vippið lélegt en fullkomið pútt bjargaði parinu. Par

6.Par5. Blendingur á miðja braut. 3 tré pínu inn í hægra röff. Innáhögg með fimmu pin high en alveg hinu megin á gríni. 12 metra pútt. Meterspútt í fyrir pari. Par

7.Par5. Fullkominn ás. 4 járn 190m pin high en 3 metra vinstra megin við pinna. Högg dagsins. Rétt missti örninn. Fugl

8.Par4. Flottur ás. Togaði innáhöggið til vinstri. Vippaði sæmilega. Missti púttið. Skolli.

9.Par3. 140m og nía pin high en um 8 metra til vinstri. Tvípútt. Par

Fyrri níu á +1

10.Par4. Fullkominn ás. 50m högg með 60° í metersfjarlægð frá holu. ÍsÍ fugl.

11.Par4. Fullkominn ás. 93m með 54° uppá efri pall. Rétt missti fuglinn. Par

12.Par3. 140 metra högg með pw togað til vinstri. Lobb högg yfir bönker fer í stöngina og kastast 5 metra frá holu. Damn. Ísí þrípútt!!!!!! Dobbúl

13.Par4. Fullkominn ás niður brekkuna. 103 metra högg með 54° pin high. Tvípútt. Par

14.Par4. Ásinn vinstra megin og í nýslegnu röffi. Oní holu! Choppaði honum pínu áfram. Vippaði svo yfir glompurnar og tvípúttaði. Skolli.

Skyndilega kominn +3 eftir að hafa verið að krúsa á parinu án vandræða

15.Par3. 140m högg með áttu. Tvípútt fyrir pari. Par

16.Par4. Rétt sleikti vallarmörkinn og endaði fullkomlega á braut. Togaði níu til vinstri. Vippaði um meter frá. Klikkaði á púttinu. Rugl. Brjálaður. Gjörsamlega öllum að kenna nema mér! Eitt af þessum höggum sem maður skilur eftir á vellinum. Skolli

17.Par5. Beinn ás uppvið brekkuna. Reitt 3 tré pin high en niðri vinstra megin. Lobbaði 60° um meter frá. Ísí fugl.

18.Par4. Dúndraði ás á móti vindi og endaði í fullkomnu færi fyrir næsta högg. Notaði pw til að vera öruggur yfir vatnið og var pin high 5 metra til vinstri. Ísí þrípútt! Fokkin einbeitingarleysis skolli.

+3 á seinni og samtals á 4 yfir.

Allt í allt jákvæður hringur. Ás og pútt fín. Bara þessi innáhögg sem eru að togast til vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband