Leita í fréttum mbl.is

Bítlatal

Ljósu hliðarnar á að vera með niðurgang er aukin viðvera á klóstinu. Staðurinn sem ég nota hvað mest til að lesa :)

Er dottinn í Beatles Anthology

Fun facts:

---Hey Jude var samið af Paul og er um Julian Lennon. Var upphaflega sungið sem Hey Jools. Hann vorkenndi þessum þá 5 ára gutta svo mikið þegar John og Cyn voru að skilja að hann vildi segja honum að líta á björtu hliðarnar.

Hey Jude, don't make it bad
Take a sad song and make it better

John vildi samt meina að textinn ætti líka við um John sjálfan og Yoko, sem hann var farinn að gægja augum til

Remember to let her into your heart
Then you can start to make it better

---Sexy Sadie er um Marahishi. Indverska jógann sem kenndi þeim að stunda hugleiðslu. Þeir urðu fyrir svo miklum vonbrigðum með hann þegar jógann reyndi við eina konuna í hópnum að John samdi ,,Marahishi what have you done". Paul fannst ekki viðeigandi að nota nafnið hans og þeir breyttu því í "Sexy Sadie what have you done". Þetta var upphafið af endanum á þessu Indverska ævintýri Bítlana.

---Dear Prudence er um systur Miu Farrow. Þær, ásamt Donavan fóru með Bítlunum til Indlands að hugleiða en þessi Prudence varð eitthvað klikkuð þarna og lokaði sig inní herberginu sínu í 3 vikur. John og Paul voru sendir til að reyna að fá hana út....hence ,,Dear Prudence, won't you come out to play".

Mér finnst alltaf svo gaman að vita svona behind the scenes hluti um hljómsveitir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband