9.5.2012 | 01:59
weird leyni gigg
Tókum leyni gigg á Kónginum í kvöld. Svona rétt til að mixa hljóðið rétt og fá þetta til að hljóma sæmilega.
Barinn tæmdist eftir leikinn sem var þarna fyrr um kvöldið þannig að þetta var perfect.
Vorum þarna um kl 21, barinn tómur og við húkkuðum allt upp og slíkt. Þvílíkt vesen.
Svo hófst stilleríið, hækka í þessu, lækka í hinu bla bla
Tók um klukkutíma
kl 22 vorum við tilbúnir að taka fyrsta lagið
Eftir um 10 sekúndur af laginu gengu 25 manns inn í halarófu!
Við stoppuðum að spila og skildum ekkert í því hvað væri að gerast. Fullt af fólki að mæta á barinn á þriðjudagskvöldi?
Markmiðið var ekki að spila fyrir fólk heldur að æfa live showið í friði
Nei, nei, þá var þetta söfnuður úr kirkjunni þarna við hliðiná að koma í kveðjupartí fyrir gjaldkeran sem var að hætta(hann er að fara til Kanada)
ok, við fórum bara á barinn í smá pásu.
Svo byrjar þetta fólk bara að syngja, halda ræður, gefa gjafir og svo syngja meira!
Við héldum að einhver hefði jafnvel laumað sveppum í drykkina okkar því þetta var svo súrrealíkst fyrsta leynigigg
Þurftum að bíða til um 23:10 þegar við hreinlega nenntum þessari vitleysu ekki lengur og byrjuðum bara að spila.
Fólkið náði hintinu og týndist út hvert af öðru
Nema ein.....hún kom uppá svið og vildi syngja með
Ég þurfti að segja henni að hunskast niður af sviðinu
súrrealíkst kvöld
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.