4.5.2012 | 22:37
Tregi
Keypti Peavey Classic 50 af Bergþóri Morthens í kvöld. Eða skipti reyndar á honum og Mesa/Boogie MKIII þar sem mun auðveldara er að róta Peavey og ég losa um 50þ krónur í leiðinni :)
Allavega...Sebas kom með mér
Í bílnum á leiðinni heim þá sagði ég honum frá því að Bubbi væri bróðir hans og leyfði honum að heyra uppáhalds lagið mitt með honum.
Svartur Hundur af sex skrefa plötunni
Þeir sem þekkja lagið vita að það er frekar sorglegt og fjallar um hve Bubbi saknar Brynju enda samið um það leyti sem þau skilja. Rosalega persónulegt.
Svo klárast lagið og Sebastian segir
,,pabbi, þetta er soldið sorglegt"
Ég var ekkert búinn að tala um lagið. Hann skynjaði tregann.
,,já, ég veit vinur...finnst þér það ekki bara fallegt?"
,,ég er kominn með tár"
Þá snéri ég mér við og sá að hann var alveg að fara að gráta
Þá útskýrði ég fyrir honum að stundum eru svona lög bara falleg og það er allt í lagi að verða sorgmæddur yfir því.
reyndar var komið kvöld og fram yfir háttatímann hans og minn orðinn sybbinn.
Ég breytti svo bara um umræðuefni og spurði hvaða hressa lag hann vildi fá núna.
,,ég vil aftur sorglega lagið"
Finn á mér að hann á eftir að verða dramatískur eins og ég. Enda hálfur spánverji.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.