24.4.2012 | 21:52
Sagan af því hvernig ég lifði af fyrsta tímann í Crossfit
Ok, tók grunnnámskeiðið og svo hentaði ekki alveg að halda strax áfram útaf utanlandsferð og slíku. Fór því í fyrsta alvöru Crossfit tímann minn áðan
Fyrsta. Alvöru. Crossfit. Tímann.
Þetta grunnnámskeið var algjört peanuts miðað við þessa WOD (workout of the day) tíma.
Það er tafla uppá vegg þar sem allt stendur sem við munum gera þann daginn
Ég settist niður og leit á töfluna
10 hringir svo 3x(100 sipp + 10 ormar + 10 hnébeygjur + 10 bakféttur + 10 burps)
Fyrst var ég all...
Svo var ég all.....
10 HRINGIR!!!!!!!
ÞAÐ ERU FOKKIN 5KM!!!!!!!!!!!
Í UPPHITUN!
Svo var ég bara ,,FOKKIT"
TODAY......IS A GOOD DAY.....TO DIE!
Svo rak ég augun í ,,10 hringir Í SAL"
Í..........SAL
Þá var ég all....
10 hringir inn í salnum var ekkert stórmál. Kannski sirka eins og 500mtr. Sweet nectar of all that is sacred! Hólpinn.
En hitt sem kom á eftir var helvíti erfitt.
Tótal 300sipp+30 ormar +30 hnébeygjur +30 bakféttur +30 burps
Rétt slefaði í gegnum það.
FOKK hve ég var búinn á því.
En þá kom alvöru æfing dagsins
800mtr hlaup
10x(5x deadlift + 10 hand release pushups)
800mtr hlaup
Á tíma
Ég var all.......
LEROYYYYY JENKIIIINS! og óð eins og vitlaus maður í æfinguna.
EN........
Ég var bara ekki að geta þetta líkamlega. Þolið var til staðar en lappirnar á mér gjörsamlega bökkluðust undan mér og ég bara gat ekki labbað meira.
Kláraði 800mtr plús 5 sinnum þetta stöff og 400mtr
Ég stóð við dauðans dyr
EN..............
það voru 5 mín eftir af tímanum
FOKK
Það þýðir bara............BÓNUS
Við f.e.n.g.u.m. að gera aukaæfingu. Eftir allt þetta stöff.
Taka 80kg á stöng og halda í 1 mín. Hoppa svo strax upp og hanga í 1 mín. 30 sek hvíld og endurtaka svo aftur.
Ég man núna af hverju ég er alltaf svona glaður eftir þessa Crossfit tíma
Ég er bara svo fokkin ánægður með að komast lifandi út og sjá fjölskylduna mína aftur!
Svo fæ ég að gera þetta allt aftur á fimmtudaginn
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.