Leita í fréttum mbl.is

Plakatið

Ég, Beta og DK snæddum í dag á Búllunni á Bíldshöfða. Er við vorum að panta rak ég augun í plakat upp á vegg inn á kaffistofunni hjá þeim. Úr allra augsýn og klárlega ekki fyrir almúgan.

Verandi þessi gríðarlegi spekúlant og grúskari þá kallaði þetta plakat á mig.

Það stafaði nánast pínu bjarmi af því og gott ef ég sá ekki pínu geislabaug umkringja það.

Við átum góðan mat en allan tíman var ég að hugsa um þetta plakat

Ég fann hvernig þessir fimm einstaklingar sem á því voru ákölluðu mig.

Á endanum stóð ég upp og fór rakleiðis að afgreiðslumanninum og pantaði sheik.

,,Það gera 690 kr" sagði hann

,,Ég skal borga þér 1000kr ef þú hendir þessu plakati með í dílinn"

Gaurinn soldið hissa leit í kringum sig og fann ekkert plakat

,,þetta þarna inn á kaffistofunni ykkar, þarna bakvið"

,,hehe þetta eldgamla úr Æskunni?"

Gaurarnir á grillinu komu aðvífandi og tóku þátt í þessu samtali. Fannst þetta mjög áhugavert. Sennilega hápunktur dagsins hjá þeim.

Þeir þrír gegn mér í rökræðum um plakatið, virði þess og ágæti. Ég talaði það niður en þeir upphófu það, eins og sannir kaupmenn.

Þannig gékk það í smá tíma þar til aðalgaurinn sagði loks

,,ég verð að fara og spurja eigandann"

Á meðan gaurinn fór inn á skrifstofuna þá horfðu þessir fimm einstaklingar á plakatinu á mig. Biðu spenntir eftir framvindu mála. Einn af þeim pottþétt á móti allri sölu á meðan hinir örugglega fegnir því að komast í burt á nýjan stað.

Eigandinn kom út af skrifstofunni og brosti í kampinn

Kíkti á plakatið og sagði

,,ég skal gefa þér þetta plakat"

,,nau! takk fyrir það"

,,Ekkert mál, skal gefa þér það því ég hef aldrei þolað þennan söngvaraskratta. Dillandi sér eins og hommi um sviðið"

,,hehe ok, það mun sóma sig vel upp í æfingarhúsnæðinu, takk kærlega fyrir"

,,ekkert mál, passaðu það vel því plakatinu fylgir reyndar mikil sál og dulúðlegur blær"

,,ég spái því að það muni spila stóra rullu í því að gera okkur heimsfræga"

,,gangi ykkur vel"

Með það, rétti hann mér plakatið í hendur og mér fannst sem ég fyndi mátt minn aukast. Hendur mínar fylltust af dularfullri spennu

Mér datt ,,Kalli í knattspyrnu" strax í hug. Gömul myndasaga, gott ef hún var ekki einmitt úr Æskunni

Kalli þessi átti skónna hans Hemma Gunn sem stýrðu honum til sigurs og færðu honum lukku.

Þetta plakat mun gera slíkt hið sama fyrir mig

Ég finn það í loftinu

Skynja það

Gaman er frá því að segja að plakatið er frá áttatíuogeitthvað úr Æskunni og aftan á því eru Rokklingarnir

Þessir fimm einstaklingar á plakatinu spiluðu aftur saman um síðastliðna helgi eftir rúmlega 20 ár í sundur. Allir nema söngvarinn hommalegi og gítaristinn hægláti.

Það er núþegar komið upp á vegg í æfingarhúsnæðinu

Ég reikna með að ég muni spila líkt og ég væri með sprengjur í höndunum á næstu æfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband