17.4.2012 | 21:11
Fyrirliðinn SIR
Ég man sem gerst hefði í gær þegar ég var gerður að fyrirliða Hvatar á Blönduósi.
Þ.e.a.s...............B-liðs Hvatar í pollaflokki
Það var mjög mikil skömm, að mínu mati.
Að meika ekki A-liðið..........algjör skandall
Allir vinir mínir voru í A-liðinu. Nema ég.
Mér til varnar var sú staðreynd að ég var aldrei neitt sérstaklega góður í fótbolta.
Ég man að Auðunn, sem þá var að þjálfa okkur, sagði á síðustu æfingunni fyrir þetta stóra pollamót sem var í vændum að enn væri séns að hann myndi breyta um og færa menn á milli A liðs og B liðs. Það færi eftir árangri á þessari síðustu æfingu.
Sjaldan eða aldrei hefur lítill Sigursteinn hlaupið meira eða gefið af sér af öllum lífssálarkrafti. Í þeirri von um að vinna mig inn í A liðið.
Ég bar hjartað á erminni og þeyttist um sem kvíga á vorin með sinnep í rassinum.
Fór í allar tæklingar. Upp í alla skallbolta. Gaf boltann. Hljóp og hljóp og hljóp.
.
.
.
.
.
.
Ég hef líklega aldrei orðið jafn sár og niðurlútur þegar Auðunn tilkynnti að engar breytingar yrðu gerðar á liðunum
Ég gekk heim með skottið á milli lappana.
Þvílík skömm
Þvílík niðurlæging
Dagar liðu og senn kom þetta godemn pollamót
Ég endaði á því að rúla B-liðinu. Skoraði beint úr hornspyrnu og fleira.
Big fish in a little pond
Það er stundum gott.
En skömmin yfir því að hafa verið í B-liði Hvatar á Blönduósi ber ég enn í dag.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.