Leita í fréttum mbl.is

Dramatísk saga af baráttu SIR og PÓS

Þetta var epic bardagi á milli mín og Póska (Pétur Óskar) í dag. Hann byrjaði á tripple-fugl-dobbúl. Ég var kominn með 3 högg á hann strax í upphafi.

Hann var allan tíman að reyna að klóra í bakkann. Það tókst á níundu.

Þá spýtti ég í lófana og komst aftur yfir

Það var ekki fyrr en á sautjándu sem hlutirnir fóru að skýrast.

Ég allan tíman yfir.....Póski grípur til sinna ráða

Ég er að fara taka innáhöggið á þessari par 4 sautjándu braut þegar Póski hrópar til mín ,,ég er kominn inn á grín!"

Ég bara huh?

Þarna stóð kvikindið, 30 metrum fyrir framan mig(enda big hitter) og hafði sneikast til að gera á undan mér!

Þetta er alþekkt dirty trick frá gömlu fari. Gera á undan til að setja pressu.

Bastard

Ég fipast við þetta og slæ út í vatn

Bálreiður enda ég svo á tripple en Póski sneikar 10 metra pútti ofaní fyrir fugli!

Fjögurra högga sveifla og leikurinn búinn

Ég átti lokapúttið og beygi mig svo niður til að ná í kúluna. Þegar ég rís upp þá er Póski kominn óþægilega nálægt mér á svipstundu out of nowhere og hvíslar í eyra mér með pervertískum blæ.

,,Þú ert alveg eins og Man city. Ert á toppnum en glatar svo öllu í lokin"

Þarna var rýtingnum snúið í sárinu

Við tókum svo aftur níu holur í smá holukeppni. Hann sló í pinnann af 130m færi á áttundu til að merja sigur.

Það er enginn skömm að tapa fyrir svona meistara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin skömm. Þvílikur meistaraslagur!!

Haukur (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband