Leita í fréttum mbl.is

Útskrifaður í Crossfit

Ég lauk grunnnámskeiði í Crossfit í gær

Djöfull voru þetta erfiðir tímar þessir tveir síðustu

Á miðvikudaginn þegar um 20 mín voru eftir af tímanum þá tókum við Wod-ið(workout of the day).

400m hlaup
21 ketilbjalla(henda þungu lóði frá ca klofi og uppfyrir haus)
12 upphýfingar

Þetta allt þrisvar sinnum

Ég var búinn á því. Það sem drepur mig eru þessi hlaup.

Svo í gær þá var wod-ið þannig að maður átti að taka 5 mín á fullu og hvíla í 1 mín, svo aftur 5 mín á fullu og hvíla í 1 og svo aftur 5 mín á fullu.

Og á þessum 5 mín þá tók maður:

1mín í Wallballs(kasta þungum bolta 3m upp vegg)
1mín í SumoDeadLift (lyfta þungu lóði frá gólfi upp að höku)
1mín í kassahopp (hoppa upp á 50cm stóran pall)
1mín í Push Press (taka lóð frá höku og uppfyrir haus)
1mín í róður (á fullu)

svo hvíla í 1 mín..........þrisvar í gegn!

Við vorum tveir saman og fyrst tók ég allt þetta og hann skráði niður og hvatti

Ég náði ekki góðu skori EN ég var lang bestur þarna inni í að hvetja minn mann áfram. Ég öskraði og öskraði á greyið strákinn. Enda skilaði hann mun betra skori en ég. Just sayin....

Núna er ég sem sagt gjaldgengur í opna crossfit wod tíma

Ætla að taka þriðju og fimmtudaga og stundum laugardaga. Kostar mig tæplega 6þ á mánuði. 2990 að vera í World Class og það sama að vera í þessu Crossfit.

Þetta gæti verið málið fyrir mig. Er strax farinn að sjá gífurlegan mun á þoli og líkamlega. Bara á einum mánuði.

Markmiðið er að komast í tveggja stafa tölu fyrir jólin!

eða ,,operation see the holy D before the holi-days" eins og verkefnið heitir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með áfangann

Aprílrós, 31.3.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Takk fyrir það

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 31.3.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband