18.3.2012 | 23:19
Flatus Lifir
Komin aftur heim
Eftir mikla baráttu við veðrið
Við skriðum undir Hafnarfjallið og létum vindhviðurnar daðra við okkur. Lúsuðumst bara áfram og allt í kay.
Það var ekki fyrr en eftir göngin að alvaran helltist yfir okkur
Kjalarnesið var loco
Sami vindur og hinum megin en núna bættist hálka við dæmið.
Við vorum um 10 bílar í samfloti og keyrðum á 40 eða svo.
BEM!
Einn bíll fauk útaf!
4 bílar stoppuðu og hlúðu að þeim er fór útaf. Hinir héldu áfram. Við líka, enda með lítið barn og ekki í stakk búin að stoppa mikið.
5 bílar héldu þá áfram
BEM!!!!!!
annar bíll útaf!
Og í þetta sinn út í skurð með nefið ofan í og afturendinn stóð upp
Við hringdum á neyðarlínuna og þau höfðu fengið annað símtal (örugglega frá bílnum) og sögðu að það væri hjálparsveit á leiðinni.
4 bílar héldu þá áfram og við síðust í lestinni
BEM!!!
okkar bíll rásaði og gerði sig líklegan til að fjúka út af en verandi að norðan þá náði ég stjórn á ástandinu og beindi bílnum úr hættu.
Hjúkk. Þar skall hurð nærri hælum.
Við héldum áfram og rétt náðum aftur í rassgatið á næsta bíl. Sem var gríðarlega mikilvægt.
BEM!!!!
aftur rásaði bíllinn en í þetta sinn var ekkert sem ég gat gert og við vorum á valdi vindhviðanna.
Sem betur fer þá slotaði þessari hviðu rétt í tæka tíð og ég náði að bjarga þessu
0.4 sek lengri hviða og við hefðum endað út af!
Þetta var ekkert grín
Við lúsuðumst þetta áfram og ekki fyrr en við sáum okkar heittelskaða ,,Flatus lifir" fannst okkur sem við værum laus við mestu hættuna
Við erum komin heim og erum þreytt
Flatus lifir......indeed
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 153505
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ó mæ! varð einmitt hugsað til ykkar þegar ég sá veðrið... mikið er ég fegin að þið eruð komin heim heil á höldnu!
Lilja (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.