16.3.2012 | 00:21
Lífið sem lítil strákur
Við Sebas erum búnir að ræða mikið um Star Wars myndirnar. Þó ég sé ekkert brjálað fan þá er sonurinn allavega að missa sig þessa stundina.
Ég hef verið að útskýra fyrir honum hvernig kvikmyndir eru bara plat og eitthvað sem einhver tekur upp á myndavél og lætur fólk leika.
Þetta segir sig náttúrulega ekkert sjálft. Litlir drengir vita ekkert hvað er að gerast inn í þessum litla skjá sem sjónvarp er.
Þannig hef ég verið að útskýra fyrir honum að þetta séu leikarar. Han Solo heitir t.d. í alvörunni Harrison Ford. Og hann leikur líka Indiana Jones og svo framvegis.
Ég sýndi honum svona backstage/behind the movie myndir af Star Wars þar sem leikararnir eru að gantast og slíkt.
Honum fannst þetta mindblowing
Svo fórum við í gangafótbolta
Allt í einu spyr hann mig
,,Pabbi"
,,Já vinur"
,,hver ætlar að leika okkur?"
Ég sé að ég á enn soldið í land með að útskýra hlutina
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 153507
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.