Leita í fréttum mbl.is

SIRZENEGGER

Djöfull er ég ánægður með sjálfan mig. Byrjaði fremstur í upphitunarhringnum í Crossfit áðan. Það tóku bara 1/4 frammúr mér. Sem er mikil framför síðan fyrir viku.

Eftir hringinn átti svo að koma inn í sal og sippa 50 sinnum og taka:

10x push eitthvað (man ekki)
10x eitthvað stöff
10x eitthvað

Þetta þrisvar sinnum.

Ég var fyrstur!

Ég vil meina að þetta sé mitt Rocky móment. Ég var sirka hoppandi og öskrandi af gleði. Inní mér.

Svo gerðum við tækniæfingar og í lokin var æfing dagsins. Hún var þannig að þú varst með tvo æfingar-þyngdarbolta. Maður átti að squatta niður með rassinn á fyrri boltann sem var á gólfinu og spretta svo upp, haldandi á hinum boltanum við brjóstið, og negla honum 3 metra upp vegg.

Kallast Karen þessi æfing. Áttum að taka hálfa Karen sem eru 75 sinnum. Ef maður gat það á undir 3:30 þá átti maður að halda áfram og taka fulla Karen sem er 150 köst.

Vorum tveir saman og hinn gaurinn var ungur og sæmilega massaður. Hann tók 75 á 3:55

Einhverra hluta vegna þá var ég gríðarlega pumped up og brjálaður í að gera þetta.

Ég reif þessa æfingu í mig og kláraði á 2:14!

og nelgdi boltanum niður í gólfið að því loknu. Ég var í svo mikilli adrenalín vímu.

Ég átti þá að halda áfram en metnaðurinn var þá klárlega að dvína því ég nennti ekki fleirum en 100.

Ég vil meina að þarna hafi golfarinn í mér stigið upp. Við erum sterkir í öxlum og höndum.

Sorrí...smá mont póst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband