Leita í fréttum mbl.is

Update

Beta var í myndatökum í dag þannig að við pungarnir þrír flúðum heimilið. Fórum í kringluna og komum svo við í æfingarhúsnæðinu.

Sebas fannst það gríðarlega spennandi. Við djömmuðum pínu á gítar og trommur og átum nammi. DK lá á teppi á gólfinu og fylgdist með rokkurunum.

Ég og Sebs ætluðum svo að fara niður á Gauk á Stöng og horfa á trommukeppni. 5 trommarar að keppast um hver sé bestur. Var auglýst kl 21 en ég hringdi til að tékka á hvort 5 ára gutti mætti koma og þá kom í ljós að þetta verður ekki fyrr en kl 23. Þannig að það verður ekkert úr þessu. En Sebas var velkomin að sögn framkvæmdarstjóra.

Erum búnir að skella Star Wars 3 í tækið í staðin og ætlum að poppa og hafa það kósí. Strákarnir í leikskólanum tala sín á milli um að númer 3 sé hræðilegasta Star Wars myndin þannig að Sebas er því mun spenntari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband