20.2.2012 | 20:33
Samræður
Þegar ég næ í Sebastian eftir að hafa ekki séð hann í nokkra daga þá eru fagnaðarfundir.
Hann samkjaftar ekki. Það er svo mikið sem hann vill segja mér. Ég kemst vanalega ekki að nema bara til að segja ,,mhm", ,,Já" eða ,,ok".
Til að gefa dæmi þá er þetta nokkra sekúndna brot af 20 mín bílferð þegar ég náði í hann áðan:
,,pabbi?"
,,mmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmm"
,,það eru margar sólir"
,,nei, það er bara ein"
,,fyrir alla?"
,,já"
,,það er ekkert gaman. Ég vil sól fyrir alla"
,,nú? ef það væru margar þá myndi jörðin bara brenna"
,,ok þá bara eina fyrir hvert land"
Svo allt í einu
,,pabbi?"
,,mmmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmmm"
,,sumir hundar fæðast mjög hægt"
,,dafuq!!!!"
Hann segir ,,pabbi veistu hvað" sirka sjöhundruð sinnum á 20 mínútum
Það er allt og ekkert sem er rætt skal ég segja ykkur. Alltaf gaman að hlusta á hann.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.