Leita í fréttum mbl.is

Samræður

Þegar ég næ í Sebastian eftir að hafa ekki séð hann í nokkra daga þá eru fagnaðarfundir.

Hann samkjaftar ekki. Það er svo mikið sem hann vill segja mér. Ég kemst vanalega ekki að nema bara til að segja ,,mhm", ,,Já" eða ,,ok".

Til að gefa dæmi þá er þetta nokkra sekúndna brot af 20 mín bílferð þegar ég náði í hann áðan:

,,pabbi?"
,,mmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmm"
,,það eru margar sólir"
,,nei, það er bara ein"
,,fyrir alla?"
,,já"
,,það er ekkert gaman. Ég vil sól fyrir alla"
,,nú? ef það væru margar þá myndi jörðin bara brenna"
,,ok þá bara eina fyrir hvert land"

Svo allt í einu

,,pabbi?"
,,mmmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmmm"
,,sumir hundar fæðast mjög hægt"
,,dafuq!!!!"

Hann segir ,,pabbi veistu hvað" sirka sjöhundruð sinnum á 20 mínútum

Það er allt og ekkert sem er rætt skal ég segja ykkur. Alltaf gaman að hlusta á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband