22.1.2012 | 08:56
Nýr heimur
Ekki veit ég hvort þetta sé normið en það er bókstaflega allt að gerast.
Á þessu rúmlega ári síðan ég byrjaði að fylgjast með gítörum, upptökubúnaði og pedulum þá finnst mér eins og það hafi orðið gríðarleg þróun á mjög skömmum tíma.
Er ég bara að detta inn í þetta á skemmtilegum tíma eða hvað?
Varla er þetta alltaf svona!
Venjulegur gítar hætti að vera bara venjulegur og varð:
-Gítar sem maður plöggar beint í tölvu með usb til að taka upp
-Gítar með innbyggðum effektum
-Gítar sem stillir sig sjálfur. Auto-tune gítar, bara ýtá takka og málið dautt
Venjulegur pedall hætti að vera bara venjulegur og varð:
-Multi effekt. ok, löngu komið á markað en þróunin núna hefur tekið kipp og þetta er ekki lengur algjört nó nó. Orðið mun meira mainstream og meira notagildi. Zoom G3
-Dokka sem maður húkkar iPad á og notar app til að stjórna effektunum. Digitech Ipb-10.
-Stakur pedall sem maður plöggar í tölvu og getur forritað með hvaða hljóði sem er. Digitech iStomp og TC Electronic Flashback delay.
-Stilligræja þar sem nóg er að strömma öllum strengjum í einu og pedallinn les hvort allt sé í tjúni. Polytune frá TC Electronic
Venjulegur upptökuferill hætti að vera bara venjulegur og fór úr því að þurfa að mæta í rándýrt stúdíó og kaupa þér tæknimann sem plöggar gítarnum þínum í græjur og maður tekur lámark 2-4 vikur í upptökur. Bara upptökur.
Yfir í......að geta niðurhlaðið upptökuforriti í tölvuna þína, plöggað gítar beint í og tekið upp, heima í stofu. Notað öll þau milljón forrit sem í boði eru eins og Guitar Rig 5, Amplitude og fleiri til að lita hljóðið og skapað í raun hvaða hljóð sem er.
Þó ber að minnast á að varðandi þetta upptökuferli, þá fer gríðarlegur tími í að læra á þetta og það þýðir ekkert að ætlast til að upptökur í heimahúsi verði nokkurn tíman jafn góðar og hjá fagmanni í stúdói. Ekki fyrr en maður er kominn með nokkur ár í reynslu allavega.
Er að fylgjast með NAMM 2012 sem er árlegt festival þar sem fyrirtæki kynna nýjungar í þessum heimi.
Gríðarlega sáttur við allt sem er að gerast
Ef bara maður ætti nú pening til að kaupa eitthvað af þessum græjum
LOTTÓ!!!!!!!!!!!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.