Leita í fréttum mbl.is

Epic Fail

Eins og fram hefur komið þá gaf ég Betu tvær jólagjafir og hún ætlaði að skila þeim báðum.

Ok. Ekkert mál.

Eftir áfallið að heyra það og loks sáttarferlið við skilin þá kom annað áfall.

Í fyrsta lagi þá mundi ég ekki í hvaða verslun ég keypti stöffið svo ég þurfti að lýsa því fyrir henni á korti hvar búðin væri.

Í öðru lagi, og kannski það versta, var að þegar Beta loks fann búðina. Kemur á daginn að þetta var búð fyrir konur í yfirstærð!

HVERNIG Í ANDSKOTANUM ÁTTI ÉG AÐ FATTA ÞAÐ!!!!!

Ég sá bara eitthvað glingur á gínu og fór inn og keypti það.

Nei, nei, þá er þetta fatabúð þar sem minnsta stærðin er 14 en Beta notar 8-10

Svo er glingrið sem ég fann þarna inni bara af mjög skornum skammti og nánast ekkert annað til sem er smekklegt

OG ÞETTA VAR BARA FYRRI GJÖFIN

Seinni gjöfin var ilmvatn.

KEYPT Í APÓTEKI!

Þið vitið hvað það þýðir..........Hún á eftir að fá inneignarnótu og taka svo vörur smátt og smátt út eins og panódíl, tannþráð eða plástra

Jei, góðar jólagjafir

IDIOT

Talandi um Epic Fail


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólaklúður ársins! Það er bara ein leið til að redda þessu; með djúsí "nýársgjöf"!

GHH (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 12:26

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

legg ekki í það. Tek ekki áhættuna á því að klúðra árinu hennar á fyrsta degi.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 28.12.2011 kl. 12:40

3 identicon

No guts no glory!

GHH (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 23:55

4 identicon

ógeðslega fyndið! (trúi að Betu hafi fundist það líka!)

Erla

Erla (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 13:00

5 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Já já, enda hefði það ekki verið raunin þá hefði þessi færsla aldrei litið dagsins ljós

Við höfum húmor fyrir hvort öðru og rúmlega það :)

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.12.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband