Leita í fréttum mbl.is

körfubolti?

Sebas er alltaf í bolta á sunnudögum upp í Kór með Breiðablik

Við erum á grasinu og þar er stuð. Við tökum alltaf smá rispu ég og hann eftir æfingu. Helbert fjör.

Síðastliðin sunnudag voru krakkarnir hinsvegar í litlum sal uppi. Hann var tvískiptur. Krakkarnir einu megin við tjaldið og hinum megin var körfuboltaleikur.

Veit ekki hvaða lið þetta voru en ég gat ekki annað en horft á þetta inn á milli þess að hvetja Sebastian. Fannst þetta eitthvað svo hallærislegt.

Helmingurinn var með bumbu, nokkrir stórir en allflestir með doughnut skegg.

Svo voru allir eitthvað svo skapheitir og þetta skipti þá eitthvað svo voðalega miklu máli.

Einhver var aðgangsharður við einhvern og allir eitthvað voða harðir. Að er virtist.

Mér fannst þetta nú eiginlega líkjast frekar tveggja ára einkabörnum á blússandi frekju.

Um leið og eitthvað vafaatriði kom upp þá ruku allir upp til handa og fóta og öskruðu á dómarann

,,DÓMARI!!!!"
,,HVAÐA DJÖFULSINS RUGL ER ÞETTA!"
,,ERTU AÐ GRÍÍÍÍNAST!!!"

Þetta voru eins og spillt frekjubörn sem ekkert mátti gera við

Af hverju sætta menn sig ekki við það sem dómarinn segir í íþróttum. Til þess er hann þarna. Til að dæma um hvað sé rétt og rangt.

Meanwhile þá voru börnin hinumegin að elta fótbolta fram og til baka og enginn deildi við dómarann. Þetta var steindautt 2-2 jafntefli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband