15.12.2011 | 00:38
Klám pre 1990
Ok, að neðan er færsla um mín fyrstu kynni af tölvu.
Mín fyrstu kynni af internetinu er álíka sorgleg.
Ég man að ég og Árni vorum einir heima. Við kveiktum á tölvunni, sem nú var komin inn í sérstakt tölvuherbergi.
Kveiktum á módeminu. Það eitt og sér tók um 10 mínútur.
ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ...........BAAAA-DONG-A-DONG-A-DONG-A-DONG.....
..........SUUUUUUU#$$%=#(/)(&)(#/ASDJFO#()$hfo#)($wKLJFSUUUUUURG......
Come to think of it.....þetta hljómaði í raun eins lag með Radiohead post 2000.
Við allavega sátum og horfðum á módemið framkvæma þetta viðbjóðslega surg.
Loksins varð allt hljótt!
Við hófumst þá handa við að leita að einhverju stöffi sem kallaðist internet en fundum ekkert (I kid you not).
Opnuðum því næst eitthvað sem við héldum að væri líklegt til afreka.
!!!!!!!!!!!!!!!Netscape Navigator!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Nafnið eitt og sér hljómaði ótrúlega spennandi
Við sem sagt opnuðum það og bara ,,já.....og hvað svo?"
Við vissum að þetta internet var eitthvað spennandi en ekkert meira en það.
Bara hreinlega vissi ekki til hvers það var.
Það eina sem ég hafði heyrt af því var eitthvað í sambandi við eitthvað að gera með Pamelu Anderson
Þannig að við skrifuðum bara ,,Pamela Anderson" í vefslóðarlínuna (sem ég vissi ekki neitt til hvers var at the time) og ýttum á enter.
Ekkert gerðist.
Í langan tíma.
Við strokuðum þetta út og skrifuðum aftur.
Og ýttum aftur á Enter.
En í þetta sinn ákváðum við að vera þolinmóðir og fórum út að gera eitthvað. komum aftur inn eftir einhvern tíma með von í brjósti um að eitthvað stórfenglegt hefði gerst á meðan.
Ekkert.
Við slökktum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.