Leita í fréttum mbl.is

Toyota

Við keyptum 2008 árgerð af Toyota Verso þann 22.sept af Betri Notuðum bílum hjá Toyota.

Það komu einhver viðvörunarljós í mælaborðið um mánuði síðar. Fórum með hann til Toyota og þeir endurstiltu ljósið og sögðu þetta vera allt mjög saklaust.

Þetta er sem sagt skynjari í pústkerfinu sem gefur viðvörun ef mengun eða sót fer yfir eitthvað ákveðið fyrirfram ákveðið viðmið sem ESB setur.

Mjög algengt. Svo algengt og í raun strangt viðmið að menn setja núna bara smá hólk yfir skynjarann til að blekkja kerfið.

Ég vildi það ekki fyrst og lét þá bara endurstilla ljósið.

Svo kom ljósið aftur núna í nóvember og ég fór aftur með hann.

Þeir segja að þetta sé bara málið. Aftur það sama.

En málið er að ég var ekkert sáttur við þessa lausn. Blekkja kerfið. Hvað ef svo allt í einu eitthvað kemur fyrir í alvöru þannig að kúturinn mengar fáránlega mikið og bensíneyðslan ríkur upp úr öllu valdi. Ekkert aðvörunarljós og ég sit uppi með viðgerð uppá tæplega 100þ kjéll.

Nú var bíllinn bara í umboðssölu hjá Betri notuðum og Lýsing átti í raun bílinn.
Bílar eru bara í 3 ára ábyrgð hjá Toyota þannig að ég gat ekkert krafist neins af Toyota. Þeir voru fríir af ábyrgð.

Svo skrifaði ég líka undir kaupsamning sem segir að ég kaupi bílinn "as is". Get ekkert farið að kvarta ef allt í einu eitthvað bilar.

Næs.

Ég vil náttúrulega bara að það verði skipt um allt draslið og ég fái bara vöru sem virkar 100%. Búinn að eiga bílinn í 3 mánuði og strax vesen. Þetta er alveg eins og ef maður kaupir dvd spilara og allt í einu er ekki hægt að spóla áfram.

Með það í huga ákvað ég að bjalla í gaurinn sem seldir mér bílinn hjá Toyota. Ég sagði honum bara söguna án þess að biðja um eitthvað. Vildi bara vita hvað hann hefði um þetta að segja og, að sjálfsögðu, að vona að hann myndi sjá auman á mér og gera eitthvað. Án þess að þurfa þess.

Sæll.

Hann Einar, núna stórvinur minn, skilur mína afstöðu og biður mig bara um númerið mitt og segist ætla að kanna málið og hafa svo samband.

Hringir klukkutíma seinna og segir mér ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann fékk Lýsingu til að borga bara allt draslið (80-100þ)!

Lýsing þurfti ekkert að gera neitt fyrir mig. Toyota þurfti ekkert að gera neitt fyrir mig. En svona er sumt fólk bara. Það er vingjarnlegt.

Einar reddaði þessu bara fyrir mig á no time og sagði svo bara Gleðileg Jól!

Hann þurfti ekkert að gera þetta. En málið er að þeir hjá Toyota eru einfaldlega alltaf svo fáránlega næs. Þetta er engin goðsögn. Hef BARA fengið svona þjónustu hjá þeim í gegnum árin (þess vegna hringdi ég líka, just in case). Hef átt 5 bíla í gegnum tíðina. Allt Toyota. Þar á meðal einn nýjan Avensins sem ég fékk 250þ afslátt af bara með því að spjalla við sölugaurinn.

Elska þessa gaura frá Toyota. Þeir hafa líka eignast viðskiptavin for life. Ekki það að ég hafi eitthvað ætlað að versla við aðra. En núna er það allavega garanterað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru líka svona hjá Brimborg. Allavegana af minni einu reynslu. Rosa good feel gæjar og ekkert mikið fyrir það að prútta. Bíllinn minn byrjaði í 900þ. Ég byrja að væla um smá rispu og e-ð sem var að honum. Þeir láta laga þetta allt og lækkann þar að auki niður í 770. Svo fer ég og geri lokatilboð 750, því að dekkin eru léleg. Þeir segja bara heyrðu! segjum 770 og splúnkuný heilsársdekk. Ég tók því. Drullu fínir gaurar. Ætli allir bílasölugæjar séu svona geðveikt fínir gaurar?

Haukur (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ok

efast um að allir séu svona fínir.

Hef t.d. ömurlega reynslu af Heklu gaurunum. Áhugalausir ekkert í gangi. Ætlaði jafnvel að kaupa af þeim glænýjan Passat á sínum tíma en snarhætti við það og keypti nýjan Avensis hjá Toyota.

Við erum kannski bara svona fínir og sölufólk brjálað í að tríta okkur vel?

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.12.2011 kl. 19:55

3 identicon

Já heyrist það vera málið. Drullu fínir gaurar eru drullu fínir við drullu fína gaura.....

Haukur (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband