8.12.2011 | 20:57
Bannað að deila við dómarann
Sebas skildi ekki fyrst um hvað aukaspyrnur snérust. Alltaf þegar hann datt þá kallaði hann ,,auka!"
Jafnvel þó ég væri ekki nálægt
Smátt og smátt kom ég honum í skilning um að það væri bara aukaspyrna ef hinn bryti af sér.
Það gerist stundum hjá okkur.
Einu sinni hlupum við saman og hann barði í punginn á mér. Það var vel vont. Semí viljandi. kalt mat.
Við þurftum að taka pásu. Hann kallaði strax aukaspyrnu á sjálfan sig og tók utan um mig og kyssti þar sem ég lá á gólfinu.
En samt....hann er hálfur Spánverji. Þannig að hann á það til að liggja í gólfinu og þykjast vera meiddur þegar ég er kominn einn inn fyrir. Ekki að djóka. Ég segi honum að vera ekki að þessu væli og hætta að þykjast.
Það fór í hart áðan. Staðan var 4-4 og ofangreint atvik gerðist. Ég náttúrulega potaði boltanum inn þegar hann var liggjandi að þykjast.
5-4
Nei, nei, minn var ekki á því. Ekki nú aldeilis.
4-4
Ég stóð hins vegar fast á mínu þannig að þetta var stál í stál.
Svo vel vildi til að það voru dómarar á staðnum
Það er jólatré á ganginum, sem við höfum alltaf notað sem dómara. En í dag vorum við sérstaklega heppnir þar sem við höfðum tekið DK með okkur fram og sat hann í stólnum sínum á kantinum og fylgdist með.
Að sögn var hann dómarinn hans Sebas en jólatréið minn dómari. Engu að síður þá beygðum við okkur niður til DK og þóttumst lesa út úr handahreyfingum hans mismunandi dómgæslu. Algjört kaós. DK var engin hjálp. Þangað til ég sagði að ef hann myndi hlægja núna þá væri þetta 5-4.
Hann hló.
Sebas fór í fýlu.
Eftir smá þref þá hófst leikurinn að nýju.
Ég vann!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.