8.12.2011 | 20:40
Gangabolti
Ég og Sebs stundum núna grimmt að fara framm á gang og taka eitt stykki leik uppá 10 í fótbolta.
Með mjúkum bolta
Völlurinn er sirka 3 mtr á lengd og 3 mtr á breidd. Ég er ávallt í gluggamarkinu sem er einmitt 3 mtr á breidd og upp í loft. Sebas ver hurðamarkið sem er uuuuu....sirka hurð á breidd og lengd.
Þessi mismunur á stærð markanna virkar eiginlega fullkomlega. Ef hann dúndrar vel í hornin þá er 50/50 hvort hann skori eður ei. Ég þarf hins vegar að nota göbbin svolítið og plata hann til að skora. Eða treysta á mistök í markinu hjá honum.
Þetta eru hörkuleikir. Fara yfirleitt í 9-9 og svo fer eftir stemmingu og tíma sem við höfum í annan leik hvort ég leyfi honum að skora eða ekki.
Oftast höfum við tíma í annan leik uppá 5 þannig að ég gef ekkert eftir í fyrri leiknum og reyni að vinna. Stundum dugar það. Stundum ekki.
Hann átti mjög erfitt með að tapa fyrst um sinn. Fór upp við vegg með hendur fyrir aftan bak og sagði yfirleitt með vonsvikin svip ,,það er bara þannig".
Þannig að fyrst leyfði ég honum að vinna oft svo ég gæti sýnt honum graceful looser. Ég kenndi honum að sá sem tapar fer umsvifalaust að sigurvegaranum og býður fram hönd sína og segir ,,til hamingju".
Hann kann það núna.
En ef hann tapar núna 10 leiknum er hann fljótur að stinga upp á öðrum leik upp á 5. Sem ég leyfi honum yfirleitt að vinna.
Ég reyni að hafa þetta jafnt svo allir vinni og tapi einu sinni
En ef hann vinnur 10 leikinn og við förum svo í 5 leik og hann tapar, þá er hann alltaf kominn með uppástungu uppá 2 leik.
Hann vill alltaf eiga síðasta sigurinn
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.