Leita í fréttum mbl.is

Identity

Ég verð eitthvað að fara gera í þessu lúkki mínu.

Var í fatabúð að leita í búnka af buxum fyrir Sebastian. Kemur ekki eldri kona og spyr mig hvort ég eigi ekki þetta (einhver flík) í stærð 122!

ég var óvenju fljótur að hugsa og sagði bara ,,nei því miður, það er allt búið"

Beta sprakk úr hlátri.

,,Ok, ekkert að því, ég er bara svo töff klæddur að fólk heldur að ég sé afgreiðslumaður í fatabúð" hugsaði ég.

Slikk

Spikk og span

Hipp og kúl

Nei, nei.....svo fórum við í hagkaup og ég var að líma saman pappakassann sem maður lætur salatið sitt í á salatbarnum. Kemur ekki eldri kona og spyr mig hvort þetta sé allt úrvalið og hvort þessir kassar séu bara í einni stærð!

Ok

Skyndilega leið mér ekki jafn vel með þetta og áðan.

Það er ekki jafn kúl að vera tekinn í misgripum fyrir starfsmann Hagkaups og svo starfsmanns fatabúðar. Það verður að viðurkennast.

Ekki veit ég hvað málið var. Mér fannst ég alveg eðlilega klæddur.

Svartar gallabuxur, rautt belti og blá vaffhálsmáls peysa.

Betu fannst þetta ennþá fyndnara

Ekki mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband