18.11.2011 | 00:11
Eðall
Fór á Deluxe tónleikana í kvöld. Helvíti gott stöff.
Ég vissi að sýningin myndi standa og falla með pedalnum mínum sem Jón notaði á Hammondið. Fyrsta lag plötunar ,,Sól"....rokna Hammond Sóló......algjör sigurvegari!
Maður hafði ekkert pælt nánar í þessum parti en núna með þessa vitneskju þá bara ,,já, auðvitað". Ekkert smá töff sóló.
Klökknaði yfir ,,Svefninn laðar"
Hló yfir ,,Alelda" eða ,,að elda" eins og sumir hafa sagt tjáði Jón okkur.
Varð reiður yfir ,,Hunang" þegar Stefán klúðraði sólóinu.
Men ó men. Þetta sóló er sennilega ástæðan fyrir því að ég fékk áhuga á gíturum. Lagið heitir Hunang, er á plötu sem heitir hunang og er um býflugur og slíkt.
Þetta sóló hljómar nákvæmlega eins og hunang. Er tilfinning ÚT-Í-GEGN!
Sólóið lekur hunangi. Það drýpur niður heyrnatólin þegar ég hlusta á það.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég kalla ákveðið ,,sánd" kremaðhunangs sánd.
Þetta sóló og svo Smashing Pumpkins sándið saman í einum graut. Ég + gítar = tilfinning.
Allavega, hann klúðraði því. Ekkert ílla, skiljiði, bara var ekki alveg að fanga tilfinninguna.
Klárlega ekki í æfingu því það var fleira sem hann var ekki að púlla. Því miður.
En, engu að síður þá voru þetta frábærir tónleikar.
Jón og Bjössi náttúrulega stórskemmtilegir. Daníel svo mikill listamaður að hann getur nánast ekki talað. Óli Hólm sem fagmaður í bakröddunum og bassaleikarinn solid.
Fór einn. Ég saknaði Betu umtalsvert. Tónleikar eru ekki samir án hennar.
Það hjálpaði ekki að eina sætið sem var laust í salnum var við hliðina á mér!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kem þessu áfram til Daníels;)
siss (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.