Leita í fréttum mbl.is

Skemmtigarður

Fórum í skemmtigarðinn í Typpalind

Helvíti gaman

Beta skildi okkur Sebas eftir og við völsuðum eins og kvígur á vorin á milli leiktækja.

Mæli sérstaklega með gulu mótorhjólunum á efri hæðinni. Keyptum einn leik en spiluðum sirka 15 leikja engu að síður. Ekki veit ég hvort við séum bara svona góðir eða hvort við fundum glufu í Matrixinu.

Við ætluðum samt fyrst í klessubílana. Sæll. Vandræði.
120cm til að fá að keyra og Sebas bara um 106cm
ok, ekkert mál hann mátti samt vera farþegi. Frábært. Nei.
Hámarkshæð 170cm
Ég því of stór til að fá að keyra.

Feðgar í klípu.

Ég hringdi þá bara í eina sem er 157,5cm og lét hana keyra Sebas um. Hann benti á næstu fórnarlömb og Beta átti að klessa á þau, helst á innan við 2 sekúndum.

Ég stóð niðurlútur fyrir utan og tók myndir.

Við eigum eftir að prófa sleggjuna. Tökum hana kannski um helgina.

Auðvelt að eyða peningum þarna skal ég segja þér. Maður kaupir kort og fyllir á það. Ég keypti bara 2000kr en bara með því að fara í klessubílana eyddi ég 1100 því það kostar 550 á mann. Endaði á því að fylla 1000kr í viðbót á kortið sem við feðgarnir eyddum í litla leiki.

Held að það kosti svo 850 í sleggjuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband