13.11.2011 | 11:53
PW-2
Fyndið hvernig hlutirnir þróast. Ég beið í heila 2 mánuði eftir þessum nýju pedulum mínum. Og núna kemur í ljós að þeir eru ekki alveg að gera þau hljóð (óhljóð) sem ég vil framkalla.
Ég var svo bundin þessum pedulum miklum tilfinningaböndum að það var erfitt að selja þá.
Búinn að selja tvo og sé núna eftir kvöldið í gærkvöldi að ég mun mjög sennilega selja þann þriðja og síðasta.
Komst nefnilega að því að með því að húkka leynivopnið Boss Pw-2 við Bad Monkey pedalinn þá fæ ég akkurat þetta kremaða hunangsvæl sem ég hef verið svo desperately að leita að.
Hélt alltaf að ég þyrfti fuzz til að ná að framkalla þetta. En turns out....þurfti bara tvo overdrive gaura.
Hef verið að lesa mig mikið til um pw-2 og fólk er yfirleitt mjög óánægt með hann. Ég fór að lesa nánar og komst að því að ástæðan fyrir því að fólk er óánægt með hann er akkurat ástæðan fyrir því hve ógéðslega ánægður ég er með hann.
Virðist vera að flestir gítarleikarar laðist að býflugnahljóði. Hátt gain og mikið distort. Mikið treble og mikið málmhljóð. Þetta virðist vera málið hjá fólki ef marka má umsagnir og slíkt.
Þessi pedall býður nefnilega akkurat ekki upp á það. Hann er með mikið bassa og muddy down under hljóð. Soldið svona lokað og þykkt hljóð.
Akkurat það sem læknirinn pantaði!
Einn og sér er hann mjög powerful en saman með Bad Monkey blæðir honum hunangi.
Mikið er ég feginn að vera ekki eins og flestir.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.