Leita í fréttum mbl.is

slagsmál

Sáum slagsmál í dag. Fór á Subway í Skeifunni og það var hnakki á eftir mér í röðinni. Ok. Ég var að borga og þá kemur einhver mjór gaur uppað honum.

Mjór gaur: ,,blessaður"
Hnakki: ,,ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ ÞIG"
Mjór Gaur: ,,nú! hvað"
Hnakki: ,,viltu að ég geri það hér FYRIR FRAMAN ALLA!?"
Mjór Gaur: ,,bíddu, hvað meinaru"
Hnakki: ,,Bíddu bara í eina mínútu"
Mjór Gaur: ,,wtf!"
Hnakki: ,,Ég ætla að segja þér það sama og þú sagðir Villa"

Mjói gaurinn labbar út. Ég iða af spenningi og klára að borga. Labba svo hægt að dyrunum þannig að hnakkinn er rétt fyrir aftan mig þegar ég kem út.

Þá sé ég hvernig hnakkinn labbar rösklega í áttina að gaurnum. Stimpingar og pústrar.

Ég sest inn í bílinn og segi Betu frá þessu. Ég segi henni að keyra nær þeim svo við sjáum bardagann. Beta þorir því ekki!

Ég reyndi að tjónka við henni en hún vildi bara fara!

Note to self: Ekki fá Betu í að vera getaway driver ef ég ræni banka

Allavega þá sá ég að hluta til hnefahögg, stimpingar og læti. Komnir áhorfendur að taka myndir með símum og allt!

Gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband