18.10.2011 | 20:15
Risaeðlur sem gæludýr
Er að lesa grein í Wired um gaur sem langar í risaeðlu sem gæludýr.
Það er mjög sennilegt að það verði að veruleika.
Hænur eru nefnilega keimlíkar risaeðlum genalega séð.
Og það sem gerir honum kleift að endurvekja risaeðlugenið í hænum er útaf nokkru sem ég hef haldið fram í þónokkurn tíma.
Nefnilega....
Þróun lífforma er ekki straumlínulöguð heldur gerist í pínu stökkum fram og til baka. Sem dæmi má nefna hár á líkama. Sumir fæðast með bringuhár (pínu á eftir) og aðrir ekki með nein hár (pínu framar í þróun). Svo eru náttúrulega til þeir sem eru mitt á milli.
En það sem er athyglisvert er að stundum fæðast dýr með mjög brenglaða hluti eins og hala, þrjár geirvörtur eða rosalega mikið hár á öllum líkamanum.
Þetta eru leifar af fortíðinni og þar sem þessi blessaða þróun er ekki straumlínulöguð þá poppa upp við og við svona öfga gömul genadæmi.
Þessi gaur ætlar að nýta sér það og reyna að triggera þessi gömlu afbrigði risaeðlna í hænum. Stundum koma upp dæmi þar sem hænur fæðast með tennur, stundum með pínu leifar af puttum og þessa fídusa getur hann staðsett og hleypt réttu genastökkunum af stað og fengið risaeðlu!
Jei
Chickenasauros
Þetta finnst mér athyglisvert og ekki síður gaman að mín kenning skuli vera rétt.
Þeir kölluðu mig ruglaðan! Þeir kölluðu mig brjálæðing!
En hver hlær núna!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beware of the chickenosaurus!
http://i26.tinypic.com/2rcps7a.jpg
GHH (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 12:56
nei, hvur fjandinn!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 19.10.2011 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.