Leita í fréttum mbl.is

Gíslataka á Sæbrautinni

Vorum að keyra eftir Sæbrautinni og ég tek frammúr bíl.

Sem er ekki frásögufærandi nema hvað að þar sem ég skauta frammúr þá sé ég hvernig gaurinn í farþegasætinu miðar einhverju í hausinn á bílstjóranum.

FOKK!

Hostage situation.....var það fyrsta sem ég hugsaði.

Ég hægði aftur á mér til að hleypa honum upp að hlið mér (sem eftir á að hyggja var ekki skynsamlegt).

Mikil spenna ríkti inn í bílnum um hvað væri á seyði.

Ég var kominn með 112 innstimplað í gemsann og tilbúinn að hringja í Squat tímið ef eitthvað myndi fara úrskeiðis.

Á þessum tímapunkti var Beta ekkert sérstaklega sátt með mig. Að stofna okkur í slíka hættu.

Þegar við loks sáum aftur inn í bílinn þá kom í ljós nokkuð mun meira truflandi en gíslataka.

Kona mannsins var, er virðist, að klippa eyrnhárin úr hægra eyranu á manninum sínum.

Svo truflandi var þetta atvik að skömmu síðar fannst mér ég sjá geit út í kanti inn í einu íbúðarhverfinu.

Þetta var bara hundur í tilvistarkreppu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SKEMMTILEGASTA BLOGGFÆRSLAN Í DAG Á MBL-BLOGGINU.

Númi (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Nú er ég hræddur um að þú hafir gert strákinn heldur betur ánægðan!

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.10.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband