27.9.2011 | 10:39
Cobain mótsögn
Er að lesa aftur dagbók Kurt Cobains. Las hana síðast fyrir um 6 árum.
Það er gegnumgangandi væll í þessu hjá honum. Hversu allt sé erfitt og slíkt.
bú friggin hú!
En svo er líka athyglisvert að hugsa til þessa tíma. Í kringum 1990 var mun meira ströggl að gera tónlist.
Í dag getur hver sem er niðurhlaðið forriti og spilað inn í tölvuna og leikið sér endalaust með þetta.
Bankamenn sem vinna 9-17 geta gefið stöff út og orðið rokkstjörnur.
Í þá daga var þetta meira þannig að menn sem gerðu tónlist tóku það alla leið. Þurftu að lifa líferninu með. Vera fátækir, ströggla og helst hata allt sem var normalt. Aðrir gerðu ekki tónlist.
Hann talar soldið um vesenið að láta taka upp demó og gera plötu. Senda svo upplýsingar um bandið og demó út um allt.
Svo er hann alltaf svo mótsagnarkenndur því hann hatar alla sem vilja vera frægir og slíkt en svo er hann á fullu við að reyna að meika það.
Does not compute
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Foreldrar hans skildu er hann var barn og samkv. heimildum hafði það mikil áhrif á hann.
Hann var áhugamaður um Buddisma og þá sérstaklega þá hlið að lífið væri þjáning og gæti ekki verið öðruvísi.
Samkv. sumum heimildum er talsvert um eiturlyfjanotkun á hans heimasvæði í Washington fylki. Hann leitaði í það. Heroin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2011 kl. 12:12
jújú mikið rétt. Las bæði ævisögu hans og svo þessa dagbók. Hann ólst náttúrulega ekki upp við ideal aðstæður. Held að búddisminn sé nú samt eitthvað sem hafði ekki þannig áhrif á hann. Enda þessi væll sem ég tala um er þegar hann var unglingur. Alltaf erfitt að vera unglingur :)
Já það var stutt í eiturlyfin þar sem hann var en það breytir því ekki að hann t.d. misnotaði vangefna konu og slíkt á meðan hann var ekki í eiturlyfjanotkun.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.9.2011 kl. 13:38
Já. Hef ekki kynnt mér æfi hans í smáatriðum en hvað sem um má segja þá - eins og kemur þetta fram í tólist hans. þetta vonleysi og - eins og þú segir, hve allt er ómögulegt.
En jú jú má svo sem segja að slíkt geti fylgt unglingsárum. Misjafnlega mikið eftir aðstæðum og atvikum. En hann eins og tekur þetta langt - og alla leið.
Með eiturlyfin, að þá kom mér pínulítið á óvart hve langt hann var leiddur. Kemur mér fyrir sjónir, eftir lestur nokkurra heimilda, að síðustu misseri lífs hans hafi hann í raun bara verið sjúklingur. Algjörlega háður. Ekki endilega til að komast í vímu per se heldur til að fúnkera einfaldlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2011 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.