17.8.2011 | 09:04
Afmælisgjöf
Ég gerði svo fallegan hlut í gær að mér er nánast mál að pissa!
Ég gaf sjálfum mér afmælisgjöf.
Ég forpantaði(pre order?) Silver Rose pedalinn frá Devi Ever.
Devi Ever er stelpa í Portland Oregon sem byrjaði að fikta við að sjóða saman pedala fyrir nokkrum árum. Er bara ein í þessu og annar ekki eftirspurn núna og er að safna fyrir því að láta framleiða þetta fyrir sig á færibandi.
Silver Rose (sjá í færslu að neðan) er nýjasti pedallinn hennar og menn halda ekki vatni. Hann kom út í sirka júní fyrir almenning en upphaflega var hann hannaður að beiðni Billy Corgan úr Smashing Pumpkins.
Í pedalnum eru sem sagt IC Big Muff (siamese hljóðið) og Super Fuzz blandað saman.
Billy hefur verið að nota hann og líkar vel. Önnur bönd eins og Silversun Pickups, UNKLE, White Stripes og The Black Keys hafa verið að nota aðra pedala frá henni.
Ég sendi henni beiðni á Facebook og hún ætlaði að reyna að koma honum til mín fyrir 30 nóvember. Mikil bið eftir þessum pedal enda skrímsli sem allir vilja.
Pakkinn sem ég tók kostaði 375$ en í honum er Silver Rose, t bolur og Hyperion pedallinn. Mun svo selja Hyperion á sirka 10þ uppí kostnaðinn.
Núna byrjar maður bara að telja niður dagana
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.