5.8.2011 | 13:03
Rúgbrauð=prump
Ég var settur í að elda. Skipað að gera grjónagraut. Ég ætlaði fyrst að nota vatn en var stoppaður af og sagt að lesa leiðbeiningarnar. Ég kvartaði að þær væru á norsku en fékk litla simpatíu þar sem ,,melk" var nokkuð skiljanlegt.
Ég skellti þessu í pott og setti tæmerinn á 7 mín.
Settist svo niður með Sebas og við byrjuðum að raða í okkur rúgbrauði með gígantísku magni af smjöri.
Hann stútaði 3 sneiðum og ég fjórum.
Ég snéri mér við og slökkti á tæmernum. Fékk þá að vita að maður á ekki að starta tæmernum fyrr en suðan er komin upp.
Suðan var komin upp og ég stillti því tæmerinn aftur á 7 mín.
Hélt áfram að borða rúgbrauð með Sebas, sem smurði sínar sneiðar sjálfur. Mjög skrautlegt.
Svo byrjaði að koma upp þessi líka skemmtilega brunalykt.
allt orðið svart. Reykur og læti.
Einhverstaðar í norksu leiðbeiningunum stóð eitthvað í sambandi við að hræra í draslinu.(note to self, læra norsku)
Beta kvartaði yfir getuleysi mínu í eldhúsinu en ég og Sebs vorum svo sem ekkert að stressa okkur.
Við vorum orðnir svo helvíti saddir af öllu þessu rúgbrauði.
Betu til mikilla ama.
Hún orðin sársvöng og sér varla út fyrir reyk og prumpufýlu feðgana!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.