Leita í fréttum mbl.is

Dótabúð og pabbinn

Fórum með dósir í endurvinnslu. Sebas fékk peninginn. Hann var yfir sig ánægður.

,,ég á pening til að halda veislu!"

sem mér fannst mjög fyndið komment. Og áhugavert.......því þetta verður þá frekar tight budget veisla því 1200kr duga kannski rétt fyrir snakk poka og nokkrum kókómjólkum.

Við ákváðum frekar að fara í Toys R Us og kaupa okkur bíl.

Hann sá strax bíl við sitt hæfi. Hann heitir Fresco og er vondi kallinn í Cars 2

Ég hafði planað að verja þarna góðum tíma inn í Toys... því mér finnst nefnilega frekar skemmtilegt að skoða dót.

Nei, nei, minn maður vildi bara drífa sig út til að leika sér með bílinn.

Beta hafði skutlað okkur og planið var að vera þarna í sirka 20-30mín.

Ég var því alltaf að sýna honum fleiri bíla en hann svaraði yfirleitt á þá leið að allt væri ,,ekki töff" og ,,ljótt". Í þeim tilgangi að ég myndi hætta þessari vitleysu og drífa mig út.

Ætli það sé ekki frekar sjaldgæft að barnið í dótabúðinni sé að reka á eftir pabbanum. Ég bauðst meira að segja til þess að kaupa annað dót fyrir hann. Svona þeytivindsþyrlu-ma-thing-a-ma-jiggí. Mig langaði sjálfum frekar mikið í þetta.

Sebas neitaði mér.

,,nei takk pabbi, förum bara"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband