30.7.2011 | 15:11
Even Steven
Lét mig hafa það að fara út í morgun að spila í rigningunni.
Hitaði ekki upp og bógaði mig því áfram fyrstu holurnar. Svo hitnaði maður og skellti í lás.
skolli,par,skolli,skolli,par,par,par,par,par = +3
par,fugl,par,par,fugl,par,par,fugl,par = -3
Rétt missti fugla á 5,7,12,13,15,16 og krækti fyrir erni á 14.
Vippaði líkt og endurfæddur kristur en var ætíð of stuttur í þessum fuglapúttum.
Var að prufukeyra R11 TP ásinn. Stillti hann tvist og bast á hringnum til að prófa. Það sem virkaði best var 8° flái,neutral face og draw bias.
Myndi samt ekki kaupa mér þennan ás því hann er ekki að bæta upphafshöggin mín. Spinnar mjög svipað og R9. Of mikið. Enda er hausinn alveg eins á TP og non TP útgáfunni á R11. Bara skaftið sem er öðruvísi. Með vel hittu höggi þá fæ ég of mikin bakspuna.
Þyrfti að fá haus sem væri TP líka. Eins og t.d. Burnerinn. Þá myndi spuninn minnka.
Það stytti upp fljótlega og varð í raun frábært veður. Kannski aðeins of stillt því flugurnar létu mig ekki í friði. Á tímapunkti fékk ég sígarettu lánaða frá meðspilara og spúði reyk til að fá smá frið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.