19.7.2011 | 22:09
nafnavesen
Konan mín er orðin svo ólétt. Greyið. Ég er duglegur að kaupa fyrir hana lindubuff til að létta henni lundina. Nudd hér og nudd þar. Basic.
Það styttist í 9.ágúst
Við erum að pæla í nöfnum. Það er svínslega erfitt að finna viðunnandi strákanafn. Ekkert mál að finna stelpunöfn. Dem!
Sebastian er náttúrulega hið fullkomna nafn þannig að ég er að pæla í Sebastian II eða Sebastian Annar. Gæti kallað hann nr 2. Yrði kannski upphafið að nýrri íslenskri leyniþjónustu. Hann yrði 002. Ég þyrfti þá helst að unga út fimm í viðbót til að ná leyniþjónustu standardinum sem er, að sjálfsögðu, 007.
Nöfn?
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Trúir þú á Guð?
Athugasemdir
Annars vegar
nr.02 er upptekið sorry, það er stelpunafn.... ég einmitt nr. 01 nr.02 og nr.03...... öll auka börn sem vandra inn á heimilið öðruhvoru fá síðan viðeigandi númer... allt stelpur...
Og svo hinsvegar heitir maðurinn minn þessu líka fína nafni.....
þú mátt með mínu leifi fá það lánað, :) þar sem að ég skírði nú í höfuðið á fv eginkonuþinni
Kveðja Tinna...
P.S
hann heitir SIGURGRÍMUR (samt pínu erfitt nafn að bera í Danmörku en þú ert ekkert að fara þangað)
Tinna, 19.7.2011 kl. 22:24
Sir Massfreð Sigursteinsson --- Messar enginn við hann! ;)
Ace (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 22:33
Hugo Boss SIRson eða Zaphod, http://en.wikipedia.org/wiki/The_Hitchhiker%27s_Guide_to_the_Galaxy_%28novel%29
GHH (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 22:59
Athyglisvert að 02 sé stelpunafn!
Sigurgrímur Sigursteinsson......klárlega sigurvegari!
Talandi um að ,,messa"...hvað með Leo?
Ef ég myndi vitna í hitch þá yrði Slartibartfast mun fremur valið
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 19.7.2011 kl. 23:17
Haukur er alltaf mjög fallegt og fágað.
En annars finnst mér nöfn flott sem ekki er hægt að stytta eða gælunefna. Eins og; Almar, Ares, Drengur(ef þú ert með húmor), Evert, Georg, Hilmir, Kópur, Mímir, Ottó, Pétur, Rafnar, Rósant.
Allt cool nöfn. Sérstaklega Haukur og George hehe.
Haukur (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 23:22
Guðjón, ........Húgó Bóas Sigursteinsson ??
Haukur (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 23:40
Betu langaði á tímabili í "Ari" en mér fannst það algjör brandAri.
En án djóks, ágætt nafn en of auðvelt að brandarast með það.
Er alltaf að verða hrifnari og hrifnari (ok, núna er ég hættur) af Elvis. Það var vinnuheitið.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.7.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.