Leita í fréttum mbl.is

Uppsettning

Athyglisverðar staðreyndir sem komu í ljós í gær.

Núna byrjaði ég á hinum endanum. Tók ásinn fyrst og svo framvegis.

Það munar talsverðu á ferskum og þreyttum upphafshöggum. Maður verður nefnilega lúmskt þreyttur á að slá þarna í tvo tíma.

Ég slæ 8m lengra óþreyttur með ásnum. 253m versus 245m þreyttur.

Mesta breytingin var þó á 3tréinu og blending.

Fer úr 214 í 232 og svo úr 191 í 208.

Járnin voru svo svipuð.

Fínt að vita þetta.

Annar athyglisverður punktur var með fleygjárnin. Ég átti gamla 54° og 60°. Rákirnar lúnar og þ.a.l. flugu þessi járn lengra og spinnuðu lítið.

Enda kom það í ljós þegar ég prófaði vokey 52° að hann fór svipað langt og 54° mínar. 106 metrar.

Ég er búinn að ákveða útfrá þessu að uppstillingin á settinu verður eftirfarandi:

60-80
54-100
50-110
Pw-beygt úr 48 í 45 svo metrar verði 122
9-beygt úr 44 í 41 svo metrar verði 133
8-beygt úr 40 í 38 svo metrar verði 145
7-beygt úr 36 í 34 svo metrar verði 155
6-beygt úr 32 í 30 svo metrar verði 165
5-177
4-187
19°-208
15°-232
9.5°-253

Og svo öll járnin beygð 1° flöt til að sporna við vinstri sveigju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hollt fyrir járnin að vera að beygja þau meira en tvær gráður?

GHH (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:00

2 identicon

Neibb það er ekki hollt fyrir járn að beygja þau...

Bogna freka útá velli ef eitthvað gerist ;)

Ace (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:46

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það er talað um 2° en svo er þetta mismunandi. Mínar er t.d. forged og alveg sem smjör að mýkt. Ég ætlaði bara að bera þetta undir keisarann fyrst.

Hann mældi þær fyrst og eitt eða tvö járn voru orðin pínu veik. Þannig að við þetta mikla spilamennsku þá héldust þau ágætlega.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 1.7.2011 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband