Leita í fréttum mbl.is

fyrri hringur á 2.stigamóti GSÍ

1.Par 4.Flottur ás vinstra megin í semí röffi. Man ekki hvaða járn en innáhöggið var pínu stutt en á gríni. Tvípútt. Par.

2.Par 3.Góður vindur á móti. 123m og ég tók 7 beint á pinnan sem var uppi hægri megin. Rétt náði gríni en 3mtr pútt beygði í fyrir fugli. Fugl.

3.Par 4.Var búinn að ákveða hérna að vera ekkert að kötta hægra megin og miða beint á grín. Það er leiðinlegt röffið þarna og bönker. Þess vegna fór ég vel vinstra megin inná fjórðu braut. Mig minnir að sirka 120mtr eftir og 7 járn, ekki viss. Man ekki. Fór allavega vinstra megin bakvið grín og lenti í hól. 60° algjört rescue vipp heppnaðist helvíti vel. Meters pútt klikkaði. Skolli.

4.Par 5.Flottur ás á miðri braut en stuttur. Rétt fyrir framan hólinn. 19° þráðbeinn og skildi eftir 54mtr og 60° pínu langur og 3mtr pútt klikkaði. Par.

5.Par 4.Nennti ekki að vera í rugli og fór beint til vinstri inná sjöttu braut. Helvíti fínt. Innáhöggið fínt en skildi eftir 1 mtr í grín. Vippaði nokkra cm frá og gefins par. Par.

6.Par 4.Flottur ás uppí semí hægra megin. 109mtr eftir og 54° 2 mtr frá. Krækti fuglapútt. Par.

7.Par 3.Fáránlega stutt fimma nokkra mtr stutt. Vippaði meter yfir holu. Pútt í. Par.

8.Par 4.Ás, vinstra megin, bakvið klett, oní holu. Djörkaði honum upp og dúndraði í klettinn sem var í 2 mtr fjarlægð. Kúlan kom tilbaka á ógnarhraða og höggið varð sem sagt -5mtr langt. Aftur í fönkí legu en náði að vippa inná grín og tvípútta. Skolli.

9.Par 4. Fínn ás. Fönkí 6 járn hægra megin pin high. Vipp nokkra cm frá. Par.

+1 og sáttur.

10.Par 4.Stuttur ás vinstra megin. Lélegt innáhögg. Tvípútt. Par.

11.Par 4.Flottur ás á miðri braut. Flott innáhögg í fade uppá efri pall. Rétt missti fugl.Par.

12.Par 3.149mtr með 8 pin high vinstra megin á gríni. Par.

13.Par 4.19° upplögn við brekku. 4 járn upp í brekku við grínið. 60° of langur. Tvípútt. Skolli (sem nánast er par á þessa braut í þessum vindi)

14.Par 3.Flottur pw vinstra megin í fade sem endaði einn og hálfan frá holu. Fugl.

15.Par 4. Flottur ás í dragi til vinstri. Endaði um 40mtr frá pinna niðri vinstra megin á braut. Bankaði kúluna upp á annan pallinn með áttu meter frá pinna. Ekkert svæði til að vinna með þannig að ég valdi að rúlla honum upp með áttu í staðin fyrir 60° á flugi. Heppnaðist. Auðvelt pútt. Fugl.

16.Par 5. Mikill hægri til vinstri vindur og ég tók flottan ás í dragi og notaði vindinn. Átti 210 í pinna en ákvað að taka tvö 100mtr högg í staðin. Hið fyrra, vangefin nía. Hið seinna erfið pw úr þykku grasi. Skildi eftir undarlega bogið pútt í 7mtr fjarlægð. Tvípútt. Par. Strákurinn.

17.Par 3.7járn beint á pinna í fönkí vindi. Vipp og einpútt. Par.

18.Par 5.Frumlegur ás með púll fade á miðja braut. Upplögn með þykku 5 járni. Ákvað svo að taka 9 járn með 80% krafti. Mistök. Alltof stuttur og átti 5 mtr í grín. var beint fyrir neðan pinna sem var á miðju gríni vinstra megin. Þetta grín er náttla rosalegt. það var stór hóll þarna og ég ákvað að pútta upp í staðin fyrir að vippa. Var of stuttur og fór alla leið neðst á grínið aftur tilbaka. Púttaði beint upp, sirka 10mtr, næstum því í holu. Skildi eftir meters pútt niðrí móti. Það var erfitt pútt og ég missti það og skildi eftir meter fyrir neðan. varð pirraður og skoðaði ekki línuna og missti það í fljótfærni. Fimmta púttið örugglega í. Tribble.

+3

Fór svo 10-17 í gale force vindi og bucketfull rigningu til einskins.

Case closed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband