15.5.2011 | 09:35
Hringur 2
Spilaði með tveim herramönnum skráðum í GÚ. Ég reiknaði fastlega með því að þeir væru frá Úganda en svo var ekki. Við spiluðum í síðasta ráshóp og vorum allan tíman með engan fyrir framan okkur né aftan. Mjög spes. Aldrei spilað í móti og nánast enginn annar á vellinum!
1. Par 3 - 114mtr í stöng í mótvindi. Tók létta níu sem voru mistök. Hefði átt að taka fulla níu. Of stuttur. Vippið stutt og enn 3mtr í holu. Rétt missti. Skolli.
2. Par 5 - Togaði ásinn vel til vinstri og fór alla leið uppá tólftu braut. Ætlaði að leggja upp við gil með sjöu en kiksaði hana pínu áfram. Tók níu frá sirka 120 mtr og fór yfir grín og endaði uppvið þriðja teiginn í leiðinlegum niðurhalla. Friggin lengdarstjórnunin ekki til staðar! Svona er þetta stundum á vorin. Þarf að æfa meira. Allavega, vippið var fullkomið, úr mjög erfiðri stöðu. Easy par!
3. Par 4 - Togaði ásinn aftur til vinstri og var á milli tíundu og þriðju. Sem er reyndar bara fullkomin staður til að vera á. 70mtr upphalli og ég tók nánast fullan 60° og skildi um 2 mtr eftir. Rétt missti púttið. Par.
4. Par 4 - Hægt að ná inná grín í upphafshöggi. Reyndar var mótvindur en ég hafði trú á að ásinn myndi kikka inn og hann gerði það. With a vengeance. Það er sem sagt OB til vinstri, gilskurður í 235mtr fjarlægð og svo holt á miðri braut ef maður nær yfir. Kjéppinn flengdi ásinn á fullkomin stað. Létt vipp eftir og gott 2mtr pútt í fyrir fugli. Fugl.
5. Par 4 - Fínt upphafshögg sem driftaði pínu til hægri og endaði á veginum. Droppaði þaðan og tók sjöuna í halla. 140mtr í pinna en sló sjöuna feita útaf legunni og var stuttur. Vipp og pútt. Par.
6. Par 4 - Flott upphafshögg til vinstri eins og best er á þessari braut. 50mtr 60° of langur og langt pútt eftir. Tvípútt. Þarf að æfa meira þessi 80mtr og undir til að geta skorað betur. Vor-ryð. Par
7. Par 4 - Fínt upphafshögg pínu til vinstri og endaði í fönkí legu. Kúlan var mun ofar en fætur. Gat ekki tekið venjulegt högg. 120mtr eftir og ég tók því bara fimmu og púttaði nánast kúlunni áfram og tókst vel. Var bara um 5mtr frá holu. Tvípútt. Par.
8. Par 3 - Pinninn falinn bakvið glompu vinstra megin á gríni og vindurinn akkurat til hægri. Strákurinn neglir beint á pinna og á frábært högg. 4mtr pútt geigar. Par.
9. Par 4 - Flottur blendingur niður með brautinni. En eins og oft á þessari braut þá var kúlan í fönkí legu útaf hallanum. Sló sjöu feita og ,,lagði upp" við gilið. Átti svo fínt högg inn á grín. Alltaf erfitt að stoppa þarna inná. En átti eftir um 5-6mtr pútt. Kjéppinn setur það í fyrir fönkí pari. Par.
Mér fannst ég hafa spilað svo asnalega eitthvað. Mörg kiks högg og vor-ryðguð högg. Lengdarstjórnun léleg, slá feit högg, slá til vinstri. Vippin ekkert spes og oft upplit í púttum. Samt náði ég að skrambla og vera á pari á þessum tímapunkti. Bara nokkuð gott.
10. Par 4 - Vel til vinstri með R9. Á milli elleftu og tíundu. 50mtr í pinna en 60° voru pin high en mjög til hægri. 6-7mtr pútt geigaði. Par.
11. Par 3 - 135mtr og áttan tekin. Mjög lélegt högg til vinstri. Var akkurat með glompu á milli mín og holu og einungis um 2mtr til að vinna með á gríni. Kjéppinn lobbar upp og lendir á gríni en er actually stuttur! Frábært lobb. 2mtr púttið geigaði big time. Allt of stuttur og átti um 50cm eftir. Fljótfærnislegt óvandað annað pútt geigar líka og þrípútt frá 2 metrum staðreynd. Æðislegt. Dobbúl.
12. Par 4 - Sker vel af OB-inu á æfingarsvæðinu. Fullkomið upphafshögg. Annað höggið samt of stutt. Vipp og pútt. Par.
13. Par 5 - Flott upphafshögg sem fer upp brekkuna en meter út í röff vinstra megin. Bara 215mtr í stöng eftir en óheppinn með legu og get ekki tekið tré þrist. Þarf að taka 19° blending til að ná honum upp. Ætlaði að leggja honum vel til hægri til að ná vel upp í brekkuna en mér til mikillar undrunar þá toga ég hann aðeins til vinstri og er pin high! Úr röffi og svo er þetta náttla vel uppí móti í lokin. Held að þetta hafi verið plokkarinn sem ég át í hádegismat. Kraftur. Fínt vipp sem skilur eftir einn og hálfan meter. Klikka á púttinu. Mjög svekktur. Par.
14. Par 4 - Blendingur slegin vel til vinstri upp í röff. 117mtr í pinna og slæ níu 113mtr beint á pinna. Púttið rétt geigaði. Par.
Þetta er bara 14 holu völlur þannig að við þurftum að endurtaka fyrstu fjórar brautirnar.
15. Par 3 - Aftur mættur á fyrstu braut, sama vegalengd 114mtr og sami vindur. Tek sama járn, níu, og enda pin high en öruggur á miðju gríni en pinni alveg hægra megin. Tvípútt. Par.
16. Par 5 - Aftur mættur á aðra braut og núna smellti ég ásinn eftir miðri brautinni og endaði meter frá lengsta upphafshöggs-mælingunni. Kíkti á blaðið og þar voru skráðir m.a. Alfreð Brynjar en síðastur Kristján heimamaður(sem vann mótið) sem átti þessa veglengd. Djöfull var ég nálgæt því. Sem þýðir að ég var lengri en Alfreð(Massfreð) FACE!
Bara 175 mtr eftir í pinna og þarf 160 mtr til að ná yfir gilið. Tek því bara fjarka til að vera öruggur yfir. Nei, nei, kemur á daginn að ég stillti kúlunni of nálægt vinstri fæti og kúlan fer alltof hátt, og stutt. Beint í gilið. Droppa oní divot en pitcha með 60° 50cm frá engu að síður. Klikka á því pútti. Veit ekki af hverju, sennilega bara þreyttur og hættur að einbeita mér. Fljótfærnislegt. Skolli.
17. Par 4 - Í staðin fyrir að taka öruggt til vinstri upp brekkuna þá fór ég beint á pinna og endaði að sjálfsögðu í bönker. Hálfviti! Ték 54° gráður upp úr honum og enda efst á gríni og pinninn neðst. Þarf að pútta niður allt grínið en það eru þrír pallar. Tvær brekkur niður. Lengdarstjórnun fullkomin en enda pínu vinstra megin. Ömurlegt annað pútt klikkar. Skolli.
18. Par 4 - Aftur kominn á þessa skemmtilegu braut. Tek aftur upp ásinn gegn betri vitund og negli. Frábær stefna en pínu stuttur núna. Skoppa akkurat í skurð lengd en er svo heppinn að lenda á milli þar sem maður labbar yfir skurðinn. Á ,,grasbrúnna". Enda 10cm frá barmi skurðar, grín megin. Þvílík meistaraheppni. Kiksa pitsið. Jei. Heppnin borguð tilbaka. Vippið of stutt. Klikká púttinu. Mjög pirraður. Skolli.
Allavega.....plús 5 eftir vægast sagt mjög ryðgaða frammistöðu. Svo sem sáttur bara. Bæting frá síðasta móti. Lenti í 4-5 sæti jafn fyrrverandi stigameistara Alfreð og aðeins tveim höggum frá efsta sæti.
Þetta er allt að koma.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.