23.4.2011 | 15:52
óbilandi tryggð
Sebastian er sennilega einn öflugasti aðdáandi Sergio Ramos í Real Madrid.

Þegar Sebas og ég spörkum á milli eða erum bara að gera eitthvað fótboltatengt þá kemur alltaf ,,pant vera Sergio Ramos!".
Ég er hins vegar Barcelona aðdáandi, hef meira að segja komið á Nou Camp og alles.
Eins og allir vita þá missti Ramos bikarinn undir rútuna og hann stórskemmdist nú á dögunum
Ég sýndi Sebas atvikið á youtube fyrir skemmstu og hann vildi nú lítið gera úr málinu á þeim tímapunkti og fannst ekkert merkilegt.
Svo núna í dag þá barst talið eitthvað í þessa áttina aftur og ég sagði að Sergio væri bara klaufi og pínu kjáni að missa bikarinn.
Það sló á með þögn í aftursætinu. Svo eftir smá þá heyrðist veikburða titrandi rödd segja:
,,þú þarft nú að koma aftur til Spánar pabbi"
,,nú! af hverju?"
,,þú þarft bara að segja fyrirgefðu við Sergio Ramos!"
,,ha!"
,,Sergio verður bara leiður ef þú segir svona, segir að hann sé kjáni"
Ég var djúpt snortin við að heyra þessa óbilandi tryggð.
Ég bauðst því auðmjúkur til að hringja bara í hann og biðjast afsökunar.
Hann sættist á það.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.