Leita í fréttum mbl.is

Pitturinn og folinn

Það heimskulegasta sem ég veit um er þegar einhver kaupir belti fyrir 20-30 þúsund krónur. Þegar þú sérð einhvern með Lindeberg merkið á sylgjunni þá veistu að eitthvað heimskulegt hefur átt sér stað.

Ég hef bara aldrei heyrt annað eins!

Í öðru sæti er sennilega að kaupa sér dýr sólgleraugu.

Ég meina....hver vill eiga friggin sömu sólgleraugun endalaust. Hef aldrei skilið það. Svo þarftu að passa þau líka svo rosalega vel svo þau brotni ekki.

Ég kaupi alltaf ný á sumrin, kannski 2 stykki, helst eitthvað funkí lookin. Hendi þeim síðan fyrir næsta sumar. Þannig þarf maður aldrei að vera með sömu friggin Ray Ban gleraugun endalaust.

I pitty the fool!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf fyndnar svona umræður um hvað er rétt og rangt þegar kemur að því að eyða pening...

Eru engar líkur á að einhver vilji frekar ganga um í Lindeberg belti, með Ray Ban gleraugu og hafi efni á því? Eyði jafnvel hlutfallslega minna af ráðstöfunarpening sínum í þessa hluti en náunginn sem kaupir sér no name belti og 2 funky gleraugu? Er þetta ekki líka spurning um gæði?

Og talandi um gæði...

Hvort viltu einn svona á 50 þúsund...

http://www.richtonemusic.co.uk/Data/Product_Images/TOKALS48P-LDb.jpg

... eða einn svona á 260 þúsund?

http://2.bp.blogspot.com/_vnlK2l6qeI4/TD7C3LDVsHI/AAAAAAAAABE/hJqPDxxAlv4/s1600/gibson-les-paul-standard-guitar.jpg

Ég get alveg lofað þér að það er til fólk sem segir að tóngæðin séu jafngóð eða í það minnsta með better value for money hjá eftirlíkingunni.

DH

Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þetta er bara spurning um hversu langt fólk vill fara í efnishyggju.

Málið með belti er bara að það krækist utan um þig og húkkist í gat. Tæknin á bakvið það er ekkert flókin. Auðvitað er hægt að blinga beltin eitthvað upp en beisikklí ætti nú ekki að vera mikið gap í verði.

Þú ert þá að borga 18þ-28þ Bara til að geta sýnt öðrum hve mikin pening þú getir eytt í belti. Slíkt veitir sumu fólki vellíðan. Það finnst mér heimskuleg hegðun.

Varðandi sólgleraugun þá vissulega ertu að fá betri gæði en þetta er nú bara gamalt hitamál fyrir mér. Skil gagnrýni á það, enda sett í annað sæti.

Að lokum, að bera saman gítarana á ekki við því þar er jú vissulega hægt að bæta gæðin upp úr öllu valdi, og verðið með.

En jú, mér finnast svona umræður reyndar ekki bara fyndnar heldur líka áhugaverðar. Sérstaklega ef ég næ að plata einhvern með mér sem er á annari skoðun ;)

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 15.4.2011 kl. 18:56

3 identicon

Ég er bara ekki sammála þér með föt. Það stendur venjulega ekki utan á fötum hvað þau kosta. Þetta er bara spurning um smekk.

Hvernig kanntu að meta myndlist? Basically eitthvað til að hengja upp á nagla eða??

Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 22:06

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ég minntist nú bara á belti og sólgleraugu.

En fyrst þú minnist á föt þá ef ég er með tvær eins eða mjög svipaðar flíkur sem duga svipað þá myndi ég nú velja þá ódýrari. Sama þótt á hinni flíkinni stæði Boss. Að velja þá dýrari finnst mér skrýtið.

Myndlist er ekki gott dæmi. Það er ekkert notagildi í myndlist. Belti, sólgleraugu og golfbolti hafa notagildi. En til að spila með þá gef ég þér dæmi.

Verk eftir Picasso uppá 10 milljónir. Ikea eftirprentun á 10þ sem er nákvæmlega eins og Picasso verkið.

Beisikklí erum við að tala um eitthvað inní ramma sem lítur nákvæmlega eins út. Maður hengir þetta inn í stofu og augun horfa á sömu máluðu línurnar.

Hvað fær fólk til að kaupa dýrara verkið? Vellíðan um að annað fólk viti af því?

Þegar öllu er á botninn hvolft þá finnst mér ekki skipta máli hvaðan gott kemur.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 16.4.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband