4.4.2011 | 08:52
Pre buyers syndrome
Alltaf gaman að kaupa stöff.
Við vorum í Ylfu og keyptum bókahillu. Við röltum um búðina á meðan við vorum að melta hvort við ættum að ganga frá þessu eða ekki.
Það er svo fyndið að maður dettur alltaf í ákveðið skap á svona ögurstundum. Skap sem ég kýs að kalla ,,Pre buyers syndrome".
Einkennin lýsa sér þannig að maður er soldið kátur. Sama hvað er sagt þá er flissað. Allir brandarar eru ,,go". Ekkert getur klikkað. Það er gaman. Á maður að leyfa sér þetta, eða ekki. Spennandi.
Eftir kaupin kemur svo ,,Post buyers syndrome" sem er svipað nema færri brandarar og meiri ákveðni. En kátínan er enn til staðar og það er gaman. Ákveðnin lýsir sér þannig að maður vill ólmur komast heim og leika sér að dótinu. Í þessu tilfelli að koma heim og setja saman og raða í.
Helvíti góður dagur.
P.s. bókahillan er með 24 hólfum og við erum að tala um að þarna verði sér golf hólf, Shakespeare hólf, Laxness hólf, Douglas Adams hólf, Indjána bókmennta hólf, Ævisögu hólf, Rokkara hólf.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.