Leita í fréttum mbl.is

Pulsa

Rúntuðum um Eltville í leit að Bradwurst. Fundum ekkert!

Það var enginn pulsusali á vappi. Ráfuðum inn á Tyrkneskan stað og spurðum til vegar. Hann neitaði að segja okkur frá neinu og vildi bara að við ætum hjá honum. Stælar! Við fórum því út og ég muldraði ,,Sofía Hansen" lágum rómi er ég lokaði á eftir mér.

Við fórum meira að segja á Tourist info skrifstofuna til að spurja.

,,EntsczxzshúldiGúng, wissen sie wo ich kann eine bradwurst geessen?"

Stelpan rétti mér bækling með öllum veitingastöðum Eltville.

Það var einmitt það sem við vildum ekki. Við vildum fá pulsuna sem dettur af vagninum. Pulsuna sem innfæddir borða. Pulsu fátæka mannsins. Alþýðunnar. Ekki á fansí veitingastað.

Helst eitthvað sveitt.

Á endanum gáfumst við upp. Við fórum því bara í Das Hagkaup og keyptum okkur svín úr kjötborðinu. Við strákarnir hámuðum það í okkur en Beta fúlsaði við því. Fékk sér bara brauð og egg!

Ætlum að fá innfædda til að leiðbeina okkur um staðinn í leit að pulsu um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband