Leita í fréttum mbl.is

Perrinn ég

Tókum annan Frankfurt rúnt í morgun. Beta, Sebas og ég.

Það var skítakuldi og ég þurfti að vera í peysu :)

Tókum smá fatarúnt fyrir Betu og enduðum svo aftur í hljóðfæraversluninni.

Ég og Sebas kíktum í trommu álmuna og gripum í kjuða og lömdum stöff hægri og vinstri. Tók nettar myndir af Sebas á hinum ýmsu settum. Tók sig vel út.

Fékk svo að perrast í gíturunum í friði á meðan þau sátu í Gibson leðursófa.

Fékk að prófa Gibson Les Paul Studio faded mahogany worn brown

Gibson Les Paul Studio CH WB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ótrúlega fallegur að mínu mati.

Mér var vísað inn í herbergi þar sem sást ekki í veggina fyrir ömpum og hátölurum. Ég gat valið mér hvaða magnara ég vildi stinga í. Hvílíkur valkvíði! Bað um Marshall JCM 800 eftir smá umhugsunarfrest. Gæjinn kveikti á því apparati og fór svo út og lokaði á eftir sér.

Þjónusta! Af hverju er ekki svona dæmi á Íslandi!

Ég kallaði á Betu og Sebas og myndir voru teknar. Sebas fékk líka að spila. Hann var að strömma og ég spurði hvort hann vildi taka ,,Vælubíllinn"(sem við syngjum stundum).  Hann neitaði og sagðist vilja gera nýtt og flottara lag. Ánægður með hann, ekkert cover stöff, bara frumsamið á þessum bæ.

Keyptum að lokum strengi fyrir Stefán Orra og brunuðum heim. Var að láta þá í barnagítarinn hans og stillti uppá nýtt. Hann ætti að geta glamrað eitthvað á gripinn núna. Hann var nefnilega orðinn soldið lúinn og einungis með 3 strengi. 

Myndir af þessu himnaríki gítarperrans koma eftir smá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband