15.3.2011 | 13:40
Undrun
Þjóðverjar eru upp til hópa ótrúlega kurteist og vingjarnlegt fólk.
Í umferðinni blívar mikil skipulagning. Fólki er hleypt inn í bílaraðir hægri vinstri og allir sem ég hef séð eru þolinmóðir. Ekki eitt einasta flaut.
Aldrei séð annað eins. Ekkert kapphlaup að verða fyrstur. Þvílík andstæða við Spán og Ísland allavega.
Svo heilsa allir manni ef þeir ganga framhjá. Guten tag og Halú.
Fólk í búðum er einstaklega vingjarnlegt og flestir meira að segja með bros á vör, ólíkt því sem maður hafði heyrt og gúgglað.
Kannski er þetta af því að við erum í litlum bæ með bara 17.500 manns en reyndar var þetta líka svona í Wiesbaden sem er með 277þ manns.
Er þetta veruleiki eða er þetta bara þýska genið í mér loksins að vakna!
Hmmmmm, kann allavega vel að meta vingjarnlegheitin en best þykir mér þó skilvirknin.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get nú frætt þig um það Siggi minn að Berlínarbúar eru ekkert sérlega kurteist fólk. Þeir eru einmitt þekktir fyrir dónaskap. Hér heyrist bílflaut mun oftar en heima og fólk kallar á eftir náunganum ef hann gerir eitthvað sem ekki þykir ásættanlegt.
Sorrí að skemma stemmninguna...
Anna Þorbjörg (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 18:55
já! það er bara þannig!
Ætli þetta sé þá ekki bara spurning um í hve stórum bæ maður býr í. Eltville er náttla lítill og krúttlegur bær.
Svo er ég með aðra kenningu. Göturnar hérna eru yfirleitt bara rétt rúmlega bílbreidd og maður þarf mjög oft að bíða eftir að bíll úr hinni áttinni komi á móti.
Fólk er því þjálfað í þolinmæði og maður heilsar líka alltaf bílnum sem bíður til að þakka fyrir.
Gera þetta í nokkur ár og allir eru orðnir vinir.
Spurning um að minnka göturnar þarna í Berlín!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 16.3.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.